Guðmundur Þórarinsson skoraði fyrra mark Sarpsborg 08 sem lagði Sandnes Ulf á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Guðmundur skoraði beint úr aukaspyrnu framhjá Hannesi Halldórssyni landsliðsmarkverði sem stóð allan leikinn í marki Sandnes Ulf. Guðmundur skoraði á 26. mínútu en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hannes Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Sandnes Ulf.
Í sænsku úrvalsdeildinni lék Kristinn Steindórsson allan leikinn fyrir Halmstad sem tapaði 2-1 fyrir Mjällby á heimavelli. Kristinn fékk gula spjaldið í leiknum.
