Lokað hefur verið fyrir aðgang fjölmiðla og vísindamanna að gossvæðinu við Holuhraun vegna mikillar gasmengunar. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að lokunin muni vara á meðan mengunin er jafn mikil og raun ber vitni.
Í stöðuskýrslu vísindamannaráðs almannavarna segir að bráð lífshætta stafi af gasinu og að ekki sé óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.
Lokað fyrir aðgang að gossvæðinu

Tengdar fréttir

Gasský leggur til austurs
Gasský leggur frá gosstöðvunum við Bárðarbungu til austurs en mjög hár styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist á Reyðarfirði um klukkan tíu í gærkvöld.

Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni
Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað.

Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun
Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir að aldrei áður hafi mælst eins mikil brennisteinsdíoxíðsmengun á Íslandi og frá eldgosinu í Holuhrauni í gærkvöldi. Mengunarmælum verður fjölgað.