Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 19:08 Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið gos@umhverfisstofnun.is Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið gos@umhverfisstofnun.is
Bárðarbunga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira