Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 12:15 vísir/egill aðalsteinsson Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson. Bárðarbunga Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson.
Bárðarbunga Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira