Til minningar um palestínskan fótbolta! Sema Erla Serdar skrifar 13. september 2014 08:00 Í dag fer fram landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni HM 2015. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, aðskilnaðarstefnu, hernám og ráni á palestínsku landi. Það verður að teljast óviðeigandi að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Herskylda í Ísrael er þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur og því er verið að bjóða hér velkomna tilvonandi og fyrrverandi hermenn í her sem stundar mannréttindarbrot og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni innrás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð. Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu. Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram landsleikur Íslands og Ísraels í undankeppni HM 2015. Ísraelska landsliðið er mætt hingað til lands sem fulltrúar ríkis sem þekkt er fyrir grimmilegar árásir sínar á saklausa borgara Palestínu, aðskilnaðarstefnu, hernám og ráni á palestínsku landi. Það verður að teljast óviðeigandi að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Herskylda í Ísrael er þrjú ár fyrir karlmenn og tvö ár fyrir konur og því er verið að bjóða hér velkomna tilvonandi og fyrrverandi hermenn í her sem stundar mannréttindarbrot og hefur að mati mannréttindarsamtaka framið stríðsglæpi í nýafstaðinni innrás sinni á Gaza. Í 52 daga stórsókn Ísraela á Gaza á þessu ári hafa um 2100 manns verið drepnir, flestir óbreyttir borgarar og þar af meira en 500 börn. Á meðal þeirra sem voru drepnir voru Ahmad Muhammad Al-Qatar og Uday Caber, 19 ára gamlir piltar sem voru að hefja feril sinn sem fótboltamenn. Einnig var hinn 49 ára gamli Ahed Zaqout, goðsögn í palestínskri fótboltasögu myrtur, en hann var einnig þekktur sem rödd fótboltans á meðal Palestínumanna, þar sem hann var reglulega þulur í fótboltaleikjum. Þá má ekki gleyma þeim Ismail Bakr, 9 ára, Ahed Bakr, 10 ára, Zakariya Bakr, 10 ára og hinum 11 ára gamla Muhammad Baker. Allt ungir drengir sem voru að leika sér í fótbolta á ströndinni á Gaza þegar tveimur ísraelskum sprengjum var skotið á þá og þeir myrtir! Í sömu árásum Ísraela voru 32 íþróttamannvirki og yfir 500 heimili íþróttamanna- og kvenna eyðilögð. Jawhar Nasser, 19 ára, og Adam Al-Raout Halabiya, 17 ára, voru einu sinni verðandi fótboltamenn. Á leið af æfingu þann 31. janúar s.l. skutu ísraelskar hersveitir á þá. Tíu byssukúlur enduðu í fæti Jawhar og Adam fékk eina kúlu í sitthvorn fótinn. Þeir munu aldrei spila fótbolta aftur. Fleiri sögur eru til, þetta er bara örlítið brot, en ljóst er að Ísrael hefur markvisst ráðist á palestínska íþróttamenn og reynt að koma í veg fyrir vöxt og framgang íþróttaiðkunnar í Palestínu. Þá hefur hernám Ísraelshers í Palestínu komið í veg fyrir að landslið Palestínumanna í knattspyrnu hafi getað leikið landsleiki sína í sínu heimalandi. Þær innilokanir og takmarkanir á ferðafrelsi sem hernámsliðið hefur sett á íbúa Palestínu hefur orðið til þess að palestínskir landsliðsmenn, og stundum allt landsliðið, hefur ekki getað leikið fyrir land sitt á erlendri grundu og m.a. misst af leikjum í undankeppnum Asíukeppninnar. Ísraelsher hefur jafnframt handtekið meðlimi karlalandsliðsins, m.a. Mahmoud Sarsak, sem eftir þriggja ára fangelsisvist án dóms og laga var sleppt eftir hungurverfall og þrýsting frá Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Í árásunum 2008/9 jöfnuðu Ísraelsmenn leikvang Palestínumanna við jörðu. Þá hafa ísraelsk yfirvöld ítrekað komið í veg fyrir uppbyggingu á íþróttasvæðum í hertekinni Austur-Jerúsalem og komið þannig í veg fyrir að börn og ungmenni geti æft íþróttir. Í Austur-Jerúsalem sjást varla fótboltavellir og það er nánast ómögulegt fyrir Palestínumenn að spila þar fótbolta vegna þeirra takmarkana sem Ísraelsríki leggur á skipulag svæða Palestínumanna, uppbyggingu og þróun þeirra. Með því að bjóða ísraelska landsliðið velkomið hingað til lands er Ísland og íslenska íþróttahreyfingin því miður í samstarfi við ríki sem ítrekað fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi. Hreyfingin BDS Ísland - sniðganga fyrir Palestínu harmar þá staðreynd að verið sé að bjóða hingað til lands ísraelska landsliðinu á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóta alþjóðalög og mannréttindasáttmála, sem bæði Ísrael og Ísland eiga aðild að, sem og samþykktir Sameinuðu þjóðanna, með áratuga löngu hernámi og landráni í Palestínu. Aðgerðir ísraelskra stjórnvalda til þess að gera út um íþrótta- og knattspyrnuiðkun Palestínumanna er einungis einn liður í grimmilegum árásum Ísraela á saklausa borgara Palestínu.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar