Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar 13. september 2014 00:01 Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Ísrael. Vísir/Andri Marinó Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins,var á leiknum og smellti af myndum sem sjá má hér að ofan. Leikurinn var eins og fyrr segir liður í undankeppni HM. Hann skipti litlu máli því fyrir leikinn átti Ísland enga möguleika að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu. Sigurinn var síst of stór. Slakur dómari leiksins var varla búinn að flauta til leiks þegar Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir með marki eftir fyrirgjöf. Íslenska liðið sótti án afláts og annað markið kom eftir 26. mínútur þegar Fanndís Friðriksdóttir þrumaði boltanum í netið eftir flotta sókn Íslands. Þannig var staðan í hálfleik og þrátt fyrir stanslausa sókn Íslands voru ekki mikil gæði í íslenska liðinu sem hefur oft spilað betur. Gestirnir hentu sér niður við hvert tækifæri og drápu leikinn með leiðinlegum tilburðum. Algera ömurleg hegðun og dómari leiksins frá Ungverjalandi gerði ekkert til að stoppa þessa vitleysu. Þriðja markið kom svo í uppbótartíma þegar Sara Björk skoraði skrautlegt mark, en íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í kvöld. Gestirnir áttu ekki skot á markið í leiknum og ekki skot að marki þannig sigurinn var aldrei í hættu. Eins og fyrr segir getur íslenska liðið spilað þó betur en það gerði í kvöld, en sendingar og annað hefur oft verið betra hjá liðinu. Fanndís Friðriksdóttir var líklega hættulegasti leikmaður Íslands í leiknum, en hún átti góða spretti hvað eftir annað upp kantinn. Sigrún Ella Einarsdóttir kom inná í sínum fyrsta leik fyrir A-landsliðið þegar tuttugu mínútur voru eftir og átti afbragðsleik; sólaði hvern leikmanninn á fætur öðrum og gaf fínar fyrirgjafir. Íslenska liðið spilar gegn Serbíu á miðvikudaginn, en Ísland er sem stendur í þriðju sæti riðilsins.Freyr Alexandersson: Til skammar „Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í leikslok. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og var Freyr sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok.Dagný:Þetta var pirrandi „Þetta var þægilegur sigur, en við vorum alls ekki að spila okkar besta leik," sagði markaskorarinn Dagný Brynjarsdóttir í leikslok. „Það voru alltof mikið af "feilsendingum" og vorum að taka rangar ákvarðanir í kringum þeirra mark. Við fáum Serbíu í heimsókn á miðvikudaginn og þá verðum við búnar að laga það." „Við unnum þær 1-0 í Ísrael og vorum alltaf með yfirhöndina þar eins og hér í dag. Við fengum fullt af færum í báðum leikjunum, en yfirburðirnir komu okkur ekki á óvart." „Það hefði verið sanngjarnt að vinna svona 6-0, en það er fínt að skora þrjú mörk. Við skoruðum bara eitt úti þannig þetta var bæting." Það fór í taugarnar á Dagnýju eins og líklega öllum á vellinum hversu mikið gestirnir lágu í grasinu. „Þetta fer alltaf dálítið í taugarnar á manni, en við reyndum að passa að hugsa ekki um það og detta niðrá þeirra plan. Þetta var pirrandi." „Mér fannst við vera með of mikið af feilsendingum og rangar ákvarðanir. Ef við lögum það þá sköpum við okkur betri færi og skorum fleiri mörk," sagði Dagný Brynjarsdóttir í leikslok.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins,var á leiknum og smellti af myndum sem sjá má hér að ofan. Leikurinn var eins og fyrr segir liður í undankeppni HM. Hann skipti litlu máli því fyrir leikinn átti Ísland enga möguleika að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu. Sigurinn var síst of stór. Slakur dómari leiksins var varla búinn að flauta til leiks þegar Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir með marki eftir fyrirgjöf. Íslenska liðið sótti án afláts og annað markið kom eftir 26. mínútur þegar Fanndís Friðriksdóttir þrumaði boltanum í netið eftir flotta sókn Íslands. Þannig var staðan í hálfleik og þrátt fyrir stanslausa sókn Íslands voru ekki mikil gæði í íslenska liðinu sem hefur oft spilað betur. Gestirnir hentu sér niður við hvert tækifæri og drápu leikinn með leiðinlegum tilburðum. Algera ömurleg hegðun og dómari leiksins frá Ungverjalandi gerði ekkert til að stoppa þessa vitleysu. Þriðja markið kom svo í uppbótartíma þegar Sara Björk skoraði skrautlegt mark, en íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í kvöld. Gestirnir áttu ekki skot á markið í leiknum og ekki skot að marki þannig sigurinn var aldrei í hættu. Eins og fyrr segir getur íslenska liðið spilað þó betur en það gerði í kvöld, en sendingar og annað hefur oft verið betra hjá liðinu. Fanndís Friðriksdóttir var líklega hættulegasti leikmaður Íslands í leiknum, en hún átti góða spretti hvað eftir annað upp kantinn. Sigrún Ella Einarsdóttir kom inná í sínum fyrsta leik fyrir A-landsliðið þegar tuttugu mínútur voru eftir og átti afbragðsleik; sólaði hvern leikmanninn á fætur öðrum og gaf fínar fyrirgjafir. Íslenska liðið spilar gegn Serbíu á miðvikudaginn, en Ísland er sem stendur í þriðju sæti riðilsins.Freyr Alexandersson: Til skammar „Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í leikslok. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og var Freyr sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok.Dagný:Þetta var pirrandi „Þetta var þægilegur sigur, en við vorum alls ekki að spila okkar besta leik," sagði markaskorarinn Dagný Brynjarsdóttir í leikslok. „Það voru alltof mikið af "feilsendingum" og vorum að taka rangar ákvarðanir í kringum þeirra mark. Við fáum Serbíu í heimsókn á miðvikudaginn og þá verðum við búnar að laga það." „Við unnum þær 1-0 í Ísrael og vorum alltaf með yfirhöndina þar eins og hér í dag. Við fengum fullt af færum í báðum leikjunum, en yfirburðirnir komu okkur ekki á óvart." „Það hefði verið sanngjarnt að vinna svona 6-0, en það er fínt að skora þrjú mörk. Við skoruðum bara eitt úti þannig þetta var bæting." Það fór í taugarnar á Dagnýju eins og líklega öllum á vellinum hversu mikið gestirnir lágu í grasinu. „Þetta fer alltaf dálítið í taugarnar á manni, en við reyndum að passa að hugsa ekki um það og detta niðrá þeirra plan. Þetta var pirrandi." „Mér fannst við vera með of mikið af feilsendingum og rangar ákvarðanir. Ef við lögum það þá sköpum við okkur betri færi og skorum fleiri mörk," sagði Dagný Brynjarsdóttir í leikslok.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn