Erlent

Bein útsending frá Suður-Afríku: Örlög Oscars Pistorius ráðast

Atli Ísleifsson skrifar
Thokozile Masipa sagði Pistorius saklausan af alvarlegasta ákæruliðnum.
Thokozile Masipa sagði Pistorius saklausan af alvarlegasta ákæruliðnum. Vísir/AFP
Dómari í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius hóf lestur á dómsniðurstöðunni nú í morgun. Dómarinn, Thokozile Masipa, sagði Pistorius saklausan af alvarlegasta ákæruliðnum, að hafa myrt Reevu Steenkamp, unnustu sína, að yfirlögðu ráði.

Hér má lesa um það sem bar hæst við réttarhöldin í morgun.

Dómarinn á þó enn eftir að lesa upp endanlegan úrskurð sinn, en Pistorius gæti enn verið fundinn sekur um manndráp og þá átt yfir höfði sér þungan fangelsisdóm.

Dómari gerði hlé á máli sínu skömmu eftir klukkan ellefu og er búist við að hádegishléi ljúki innan skamms.


Tengdar fréttir

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi

Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×