3 milljónir Mini Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2014 09:46 Frá því BMW eignaðist breska bílaframleiðandann Mini og kynnti nýja gerð hans árið 2001 hafa verið framleiddar þrjár milljónir eintaka af bílnum knáa og var þeim áfanga fagnað í vikunni. Mini er framleiddur í Oxford í Bretlandi og af þessum 3 milljón eintaka hafa 2 milljónir þeirra verið flutt út frá Bretlandi. Því var einnig fagnað í verksmiðjunni í Oxford í þessari viku. Aðeins eru liðin 4 ár frá því að fagnað var 1,5 milljónum eintaka og því tók það aðeins 4 ár að framleiða jafn mikið magn Mini og 9 árin þar á undan. Framleidd hafa verið að meðaltali 375.000 eintök af bílnum á ári þessi síðustu fjögur ár, eða ríflega 1.000 bílar á dag hvern einasta dag. Enn verður bætt í framleiðslugetun á Mini því fjárfesta á fyrir 143 milljarða króna í verksmiðjunum í Oxford á næstunni. Meðal annars verða keyptir 1.000 nýir róbotar og suðuvélar sem nota laser-suðutækni. Ekkert lát virðist því vera á velgengni táknmyndar hins breska smábíls, Mini, þó eigandinn sé þýskur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Mini smíðaðan og fluttan í skip á tæpum 3 mínútum. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent
Frá því BMW eignaðist breska bílaframleiðandann Mini og kynnti nýja gerð hans árið 2001 hafa verið framleiddar þrjár milljónir eintaka af bílnum knáa og var þeim áfanga fagnað í vikunni. Mini er framleiddur í Oxford í Bretlandi og af þessum 3 milljón eintaka hafa 2 milljónir þeirra verið flutt út frá Bretlandi. Því var einnig fagnað í verksmiðjunni í Oxford í þessari viku. Aðeins eru liðin 4 ár frá því að fagnað var 1,5 milljónum eintaka og því tók það aðeins 4 ár að framleiða jafn mikið magn Mini og 9 árin þar á undan. Framleidd hafa verið að meðaltali 375.000 eintök af bílnum á ári þessi síðustu fjögur ár, eða ríflega 1.000 bílar á dag hvern einasta dag. Enn verður bætt í framleiðslugetun á Mini því fjárfesta á fyrir 143 milljarða króna í verksmiðjunum í Oxford á næstunni. Meðal annars verða keyptir 1.000 nýir róbotar og suðuvélar sem nota laser-suðutækni. Ekkert lát virðist því vera á velgengni táknmyndar hins breska smábíls, Mini, þó eigandinn sé þýskur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Mini smíðaðan og fluttan í skip á tæpum 3 mínútum.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent