Munaður í Meistaramánuði sigga dögg kynfræðingur skrifar 1. október 2014 11:00 Nú er um að gera að ögra sér og vera besta útgáfan af þér. Mynd/Getty Nú er Meistarmánuður gengin formlega í garð og ekki seinna en vænna fyrir okkur sem vorum í Sykurlausum september að bæta því átaki við markmið október mánaðar. Mig langar hinsvegar að skora á samlanda mína til að skoða tilfinningalíf sitt aðeins betur og „spýta í lófana“ þegar kemur að því að láta þá sem manni þykir vænt um vita af því. (Ekki samt í bókstaflegri merkingu orðsins skal spýta í lófana því nú gengur kvef manna á milli og því ber að takmarka munnvatnsskipti, eða ef þú hélst að þetta væri í kynferðislegri merkingu þá er munnvatn glatað sleipiefni, ég tók bara svona til orða.) Það er nefnilega svo með kynlíf að það hefst í hausnum á okkur og ef þig vantar að auka við eða bæta kynlífið í lífi þínu þá getur verið gott að byrja á því að ausa frá sér smá kærleika og skapa þannig skemmtilega stemmingu fyrir einhverju meiru. Vertu með!Mynd/GettyTillögur að útfærslum á útbreiðslu væntumþykju í Meistaramánuði: 1. Segðu „gaman að sjá þig“ þegar þú hittir manneskju sem þér þykir vænt um, þetta er ótrúlega einfalt en áhrifaríkt og gaman að heyra og að segja. 2. Ef þú býrð með öðrum einstaklingi, þá skaltu láta hvern dag enda og byrja á kossi, það skiptir ekki máli hvort það sé á varir, kinn eða enni, þetta er falleg leið til að tengjast viðkomandi. 3. Leyfðu þér að vera þú sjálf/ur, jafnvel ef það þýðir að hvíla spegilinn og fara í mjúk og þægileg föt, útgeislun kemur innan frá og manneskju sem líður vel, er falleg og geislar. 4. Ef þú átt elskhuga, maka eða bólfélaga, leyfðu þér að biðja viðkomandi um kynferðislegan unað. Segðu hvað þér þykir gott og hvað þig langar í. Það getur verið mjög kynæsandi að deila kynferðislegum löngunum sínum með annarri manneskju. Bara það að byrja að tala um kynlíf breytir oft miklu í kynferðislegum samböndum. 5. Gefðu þér tíma fyrir sjálfsást með daglegri sjálfsfróun. Ef þú vilt keyra upp kynhvötina og fá hamingjuna til að streyma vel og duglega um líkamann þá er þetta ódýrasta og skemmtilegasta leiðin til þess. Sjálfsfróun á dag, kemur skapinu svo sannarlega í lag. Ef þú trúir mér ekki, prófaðu þá bara, þú getur ekki tapað á því heldur aðeins grætt. Gleðilegan meistaramánuð! Heilsa Lífið Meistaramánuður Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið
Nú er Meistarmánuður gengin formlega í garð og ekki seinna en vænna fyrir okkur sem vorum í Sykurlausum september að bæta því átaki við markmið október mánaðar. Mig langar hinsvegar að skora á samlanda mína til að skoða tilfinningalíf sitt aðeins betur og „spýta í lófana“ þegar kemur að því að láta þá sem manni þykir vænt um vita af því. (Ekki samt í bókstaflegri merkingu orðsins skal spýta í lófana því nú gengur kvef manna á milli og því ber að takmarka munnvatnsskipti, eða ef þú hélst að þetta væri í kynferðislegri merkingu þá er munnvatn glatað sleipiefni, ég tók bara svona til orða.) Það er nefnilega svo með kynlíf að það hefst í hausnum á okkur og ef þig vantar að auka við eða bæta kynlífið í lífi þínu þá getur verið gott að byrja á því að ausa frá sér smá kærleika og skapa þannig skemmtilega stemmingu fyrir einhverju meiru. Vertu með!Mynd/GettyTillögur að útfærslum á útbreiðslu væntumþykju í Meistaramánuði: 1. Segðu „gaman að sjá þig“ þegar þú hittir manneskju sem þér þykir vænt um, þetta er ótrúlega einfalt en áhrifaríkt og gaman að heyra og að segja. 2. Ef þú býrð með öðrum einstaklingi, þá skaltu láta hvern dag enda og byrja á kossi, það skiptir ekki máli hvort það sé á varir, kinn eða enni, þetta er falleg leið til að tengjast viðkomandi. 3. Leyfðu þér að vera þú sjálf/ur, jafnvel ef það þýðir að hvíla spegilinn og fara í mjúk og þægileg föt, útgeislun kemur innan frá og manneskju sem líður vel, er falleg og geislar. 4. Ef þú átt elskhuga, maka eða bólfélaga, leyfðu þér að biðja viðkomandi um kynferðislegan unað. Segðu hvað þér þykir gott og hvað þig langar í. Það getur verið mjög kynæsandi að deila kynferðislegum löngunum sínum með annarri manneskju. Bara það að byrja að tala um kynlíf breytir oft miklu í kynferðislegum samböndum. 5. Gefðu þér tíma fyrir sjálfsást með daglegri sjálfsfróun. Ef þú vilt keyra upp kynhvötina og fá hamingjuna til að streyma vel og duglega um líkamann þá er þetta ódýrasta og skemmtilegasta leiðin til þess. Sjálfsfróun á dag, kemur skapinu svo sannarlega í lag. Ef þú trúir mér ekki, prófaðu þá bara, þú getur ekki tapað á því heldur aðeins grætt. Gleðilegan meistaramánuð!
Heilsa Lífið Meistaramánuður Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið