ÍR lagði Fram 26-22 í síðasta leik þriðju umferðar Olís deildar karla í handbolta dag. ÍR var 13-11 yfir í hálfleik.
Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í leiknum og skoraði 13 mörk en Svavar Már Ólafsson fyrrum markvörður Fram var sínum gömlu félögum erfiður á loksprettinum.
Bjarni Fritzson þjálfari ÍR skoraði 4 mörk en hjá Fram var Stefán Darri Þórsson atkvæðamestur með 7 mörk og Stefán Baldvin Stefánsson skoraði 4.
ÍR er með fimm stig í öðru sæti deildarinnar líkt og FH, stigi á eftir Aftureldingu sem er eitt með fullt hús stiga. Fram er með 2 stig í 6. sæti.
