UFC 178: Conor McGregor berst í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. september 2014 12:00 Einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag, Íslandsvinurinn Conor McGregor, mætir Dustin Poirier í rosalegum bardaga á UFC 178 í kvöld.Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld. Þrátt fyrir að barist sé um fluguvigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins fellur sá bardagi í skuggann á bardaga McGregor og Poirier. Conor McGregor er eitt umtalaðasta nafnið í MMA í dag þrátt fyrir að hafa aðeins þrisvar barist í UFC. Kjaftbrúkur hans og hæfileikar í búrinu hafa skotið honum hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Í aðeins hans þriðja UFC bardaga var hann í aðalbardaga kvöldsins, nokkuð sem er fáheyrt innan raða UFC. Á bardagakvöldinu var hann aðal stjarnan enda fór bardagakvöldið fram í heimabæ hans, Dublin Írlandi. Okkar maður, Gunnar Nelson, barðist á sama kvöldi er hann sigraði Zak Cummings eftir hengingu. Þrátt fyrir að bardagi helgarinnar sé þriðji síðasti bardagi kvöldsins er eins og bardagaaðdáendur séu lang spenntastir fyrir þessum bardaga. Til marks um það hafa um 231.000 manns horft á upphitunarþátt UFC fyrir bardaga McGregor og Poirier á meðan upphitunarþátturinn fyrir titilbardaga kvöldsins (aðalbardaginn) er með um 100.000 áhorf. Conor McGregor mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier (í 5. sæti á styrkleikalista UFC) og verður þetta erfiðasti bardagi Írans hingað til. Efasemdarmenn eru ekki enn sannfærðir um ágæti McGregor og telja að Poirier eigi eftir að sýna fram á að McGregor sé ekkert nema kjafturinn. Það er enginn kærleikur á milli McGregor og Poirier eins og sást á blaðamannafundinum á fimmtudaginn og í vigtuninni í gær. Poirier lét hafa eftir sér að hann hafi aldrei hatað aðra manneskju jafn mikið og McGregor. Á sama tíma er McGregor slétt sama um Poirier. Markmið McGregor er að komast í hausinn á andstæðingum sínum og það virðist hafa tekist. Frægðarsól McGregor hefur risið hratt og virðist hann vera í miklum metum hjá UFC. Dana White, forseti UFC, lét hafa eftir sér að McGregor væri með allt til að verða risa stjarna í íþróttinni. Í nýlegu myndbandi frá UFC var McGregor að snæða kvöldverð á hótelsvítu Dana White ásamt fylgdarliði. Það er ekki hver sem er sem fær svona meðferð, hvað þá eftir aðeins þrjá UFC bardaga. Aðdáendur ýmist elska að hata hann eða dýrka hann og dá. Það er formúla sem gefur vel í aðra hönd fyrir UFC. UFC getur reiknað með því að fólk vilji horfa á McGregor sigra eða til að sjá McGregor fá þá flengingu sem margir telja hann eiga skilið. Aðdáendur rífast um hvort McGregor geti farið alla leið eða ekki. Tíminn verður að leiða það í ljós en bardaginn í kvöld ætti að gefa góð fyrirheit fyrir framtíð hans í íþróttinni. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Sjá meira
Einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag, Íslandsvinurinn Conor McGregor, mætir Dustin Poirier í rosalegum bardaga á UFC 178 í kvöld.Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld. Þrátt fyrir að barist sé um fluguvigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins fellur sá bardagi í skuggann á bardaga McGregor og Poirier. Conor McGregor er eitt umtalaðasta nafnið í MMA í dag þrátt fyrir að hafa aðeins þrisvar barist í UFC. Kjaftbrúkur hans og hæfileikar í búrinu hafa skotið honum hratt upp á sjónarsviðið í UFC. Í aðeins hans þriðja UFC bardaga var hann í aðalbardaga kvöldsins, nokkuð sem er fáheyrt innan raða UFC. Á bardagakvöldinu var hann aðal stjarnan enda fór bardagakvöldið fram í heimabæ hans, Dublin Írlandi. Okkar maður, Gunnar Nelson, barðist á sama kvöldi er hann sigraði Zak Cummings eftir hengingu. Þrátt fyrir að bardagi helgarinnar sé þriðji síðasti bardagi kvöldsins er eins og bardagaaðdáendur séu lang spenntastir fyrir þessum bardaga. Til marks um það hafa um 231.000 manns horft á upphitunarþátt UFC fyrir bardaga McGregor og Poirier á meðan upphitunarþátturinn fyrir titilbardaga kvöldsins (aðalbardaginn) er með um 100.000 áhorf. Conor McGregor mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier (í 5. sæti á styrkleikalista UFC) og verður þetta erfiðasti bardagi Írans hingað til. Efasemdarmenn eru ekki enn sannfærðir um ágæti McGregor og telja að Poirier eigi eftir að sýna fram á að McGregor sé ekkert nema kjafturinn. Það er enginn kærleikur á milli McGregor og Poirier eins og sást á blaðamannafundinum á fimmtudaginn og í vigtuninni í gær. Poirier lét hafa eftir sér að hann hafi aldrei hatað aðra manneskju jafn mikið og McGregor. Á sama tíma er McGregor slétt sama um Poirier. Markmið McGregor er að komast í hausinn á andstæðingum sínum og það virðist hafa tekist. Frægðarsól McGregor hefur risið hratt og virðist hann vera í miklum metum hjá UFC. Dana White, forseti UFC, lét hafa eftir sér að McGregor væri með allt til að verða risa stjarna í íþróttinni. Í nýlegu myndbandi frá UFC var McGregor að snæða kvöldverð á hótelsvítu Dana White ásamt fylgdarliði. Það er ekki hver sem er sem fær svona meðferð, hvað þá eftir aðeins þrjá UFC bardaga. Aðdáendur ýmist elska að hata hann eða dýrka hann og dá. Það er formúla sem gefur vel í aðra hönd fyrir UFC. UFC getur reiknað með því að fólk vilji horfa á McGregor sigra eða til að sjá McGregor fá þá flengingu sem margir telja hann eiga skilið. Aðdáendur rífast um hvort McGregor geti farið alla leið eða ekki. Tíminn verður að leiða það í ljós en bardaginn í kvöld ætti að gefa góð fyrirheit fyrir framtíð hans í íþróttinni. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30
UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00
UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 26. september 2014 16:31