Gerbreyttur Renault Espace Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 10:43 Renault Espace er nú orðinn að jepplingi. Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent