Wozniacki gleymdi ávísun upp á 173 milljónir króna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2014 21:45 Vísir/Getty Hin danska Caroline Wozniacki hefur náð frábærum árangri á sínum tennisferli en segir að peningar séu ekki í aðalhlutverki hjá sér. Það kom greinilega í ljós þegar hún gleymdi að sækja ávísun upp á 1,45 milljónir Bandaríkjadala, um 173 milljónir króna, eftir að hún tapaði úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins á dögunum. Eftir úrslitaleikinn, sem Serena Williams vann, ræddi hún við fjölmiðla, tók saman föggur sínar og hélt heim á leið. Um hálftíma síðar sneri hún aftur. „Ég gleymdi ávísuninni minni,“ sagði hún. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um hana sem birtist í Wall Street Journal í vikunni. Þar kemur fram að það séu ekki peningar sem skipti hana mestu máli. Þrátt fyrir það er hún með auglýsingasamning við risafyrirtæki eins og Adidas og Rolex. Hún þénar árlega um tíu milljónir dollara (1,2 milljarð króna) á þeim. „Ég vil standa mig vel fyrir sjálfa mig og stuðningsaðila mína. En ég finn ekki fyrir neinni pressu því ég er ekki að spila fyrir peningana.“ „Ég á nóg til að kaupa mér mat og fína skó. Mikilvægast finnst mér að spila tennis og vinna mót. Peningarnir eru mér ekki hvatning.“ Í umfjöllun Wall Street Journal er fjallað um feril hennar í löngu máli, ástarsamband hennar við kylfinginn Rory McIlroy og þá staðreynd að hún talar átta tungumál. Tennis Tengdar fréttir Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00 McIlroy og Wozniacki slitu trúlofuninni Boðskortin fóru í póst núna um helgina. 21. maí 2014 09:40 Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Sjá meira
Hin danska Caroline Wozniacki hefur náð frábærum árangri á sínum tennisferli en segir að peningar séu ekki í aðalhlutverki hjá sér. Það kom greinilega í ljós þegar hún gleymdi að sækja ávísun upp á 1,45 milljónir Bandaríkjadala, um 173 milljónir króna, eftir að hún tapaði úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins á dögunum. Eftir úrslitaleikinn, sem Serena Williams vann, ræddi hún við fjölmiðla, tók saman föggur sínar og hélt heim á leið. Um hálftíma síðar sneri hún aftur. „Ég gleymdi ávísuninni minni,“ sagði hún. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun um hana sem birtist í Wall Street Journal í vikunni. Þar kemur fram að það séu ekki peningar sem skipti hana mestu máli. Þrátt fyrir það er hún með auglýsingasamning við risafyrirtæki eins og Adidas og Rolex. Hún þénar árlega um tíu milljónir dollara (1,2 milljarð króna) á þeim. „Ég vil standa mig vel fyrir sjálfa mig og stuðningsaðila mína. En ég finn ekki fyrir neinni pressu því ég er ekki að spila fyrir peningana.“ „Ég á nóg til að kaupa mér mat og fína skó. Mikilvægast finnst mér að spila tennis og vinna mót. Peningarnir eru mér ekki hvatning.“ Í umfjöllun Wall Street Journal er fjallað um feril hennar í löngu máli, ástarsamband hennar við kylfinginn Rory McIlroy og þá staðreynd að hún talar átta tungumál.
Tennis Tengdar fréttir Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00 McIlroy og Wozniacki slitu trúlofuninni Boðskortin fóru í póst núna um helgina. 21. maí 2014 09:40 Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Sjá meira
Liverpool FC hjálpar Wozniacki í gegnum ástarsorgina Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki situr eftir með sárt ennið eftir að Rory McIlroy sagði henni upp á dögunum en parið ætlaði að gifta sig í sumar. 22. maí 2014 23:00
Serena vann bestu vinkonu sína og jafnaði við Navratilovu Átjándi risatitillinn hjá þessari mögnuðu tenniskonu vannst í New York í kvöld. 7. september 2014 22:20