Söderlund var í meistaraliði FH árið 2009, en hann skoraði þrjú mörk í átján leikjum. Eftir það tímabil datt fáum í hug hér heima að hann yrði orðinn landsliðsmaður Noregs tveimur árum síðar.
Söderlund var heimsóttur í skemmtiþættinum tveir á móti einum á TV2 á dögunum, en þar fíflast tveir þáttastjórnendur með leikmönnum úr norsku úrvalsdeildinni.
Framherjinn var heimsóttur til Þrándheims þar sem hann las upp úr ævisögu KjetilsRekdals, goðsögn hjá norska landsliðinu og núverandi þjálfara Vålerenga, ber að ofan, tæmdi tannkremstúpu og lauk þættinum svo á að hamra knetti í afturenda annars þáttastjórnendans.
Það síðastnefnda er fastur liður í þættinum og kemur í ljós að fáir í deildinni sparka fastar en Söderlund, ef tekið er mið af þeim sem þátturinn hefur heimsótt.
Þessa hressu vitleysu má sjá með því að smella hér.
