Þrátt fyrir að Audi muni sýna þennan bíl er ekki víst að hann komist í framleiðslu en Audi, eins og svo margari aðrir bílaframleiðendur vill fá viðbrögð við þessari hugmynd og enginn staður er betri til þess en bílasýningar.
Audi hefur áður kynnt Audi TT Allroad Shooting Brake Concept og Audi TT Offroad Concept á bílasýningum í Frankfürt og Detroit, en ekki hefur enn komið til framleiðslu þeirra bíla. Ljóst er þó að Audi ætlar að útvíkka TT-línuna, en spurningin er bara hvernig.
