Verðandi Noregsmeistarar Molde, sem Björn Bergmann Sigurðarson leikur með, komust í gærkvöldi í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í fótbolta með 1-0 útisigri á Stabæk í undanúrslitum.
Björn Bergmann, sem lítið hefur fengið að spila á tímabilinu, kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og þótti standa sig vel, en sigurmark Molde skoraði MohamedElyounoussi, góðvinur GuðmundarÞórarinssonar og fyrrverandi samherji hans hjá Sarpsborg.
Guðmundur og félagar eiga einmitt möguleika á að mæta Molde í úrslitaleiknum, en Sarpsborg mætir Odd í hinum undanúrslitaleiknum á útivelli í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK 1, sem finna má á fjölvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 17.45.
Molde getur unnið tvöfalt í ár, en liðið er með ellefu stiga forskot í deildinni þegar sex umferðir eru eftir. Það er taplaust í síðustu 17 leikjum, en síðast tapaði liðið einmitt fyrir Odd í byrjun apríl.
Sarpsborg er búið að vinna tvo leiki í röð gegn liðum í botnbaráttunni; Sandnes og Sogndal, en á undan því gerði það jafntefli við Odd. Það var gott stig fyrir Guðmund og félaga, en Odd er í öðru sæti deildarinnar á eftir Molde.
Hægt að sjá Guðmund og félaga í beinni í undanúrslitum bikarsins í kvöld
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn