Aníta ætlar að halda ofurkappreið á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2014 11:02 Aníta í Mongólíu. Mynd/Facebook Aníta Margrét Aradóttir, sem tók þátt í Mongol Derby þolreiðinni í Mongólíu í ágúst, hefur stofnað fyrirtækið Icehorse Extreme. Það mun sjá um að skipuleggja kappreið og hestaferðir hér á landi. Til stendur að hafa ofurkappreiðina árið 2016. „,Það eru fjárfestar og samstarfsaðilar með mér í fyrirtækinu sem mun bjóða upp á ævintýraferðir á hestum um landið auk þess sem haldin verður ofurkappreið hér á landi árið 2016. Kappreiðin Icehorse Extreme yrði í anda Mongol Derby en sniðin að íslenska hestinum og íslensku landslagi. Þetta er spennandi dæmi og ég tel að þetta yrði góð kynning fyrir Ísland og íslenska hestinn,” segir Aníta í tilkynningu. „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby. Stefnan er að Icehorse Extreme yrði ekki síður erfið en Mongol Derby þótt hún verði auðvitað öðruvísi enda allt aðrar aðstæður á Íslandi en í Mongólíu. Hins vegar er ljóst að íslensk náttúra getur verið mjög erfið viðureignar eins og sú mongólska og sömu sögu má að sjálfsögðu segja um íslenska veðrið,” segir Aníta. Hún bætir við að passað verði vel upp á að fara ekki illa með náttúruna í hestaferðunum og kappreiðinni. Þá segir hún að stefnan sé sett á að ferðirnar yrðu í þremur styrktarflokkum fyrir knapa og miserfiðar og misdýrar. „Erfiðustu ferðirnar yrðu t.d. einungis fyrir mjög vana knapa sem þurfa að standast ákveðnar kröfur til að fá að taka þátt. Knaparnir yrðu að leggja á sig mikið erfiði til að eiga möguleika á að klára ferðina enda verður riðið hratt og langt. Erfiðustu ferðirnar verða dýrastar enda mest í þær lagt. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir ævintýrafólk á öllum aldri þótt búast megi við að útlendingar verði að öllum líkindum í miklum meirhluta,” segir Aníta. Aníta segir að þátttakendur Mongol Derby hafi sýnt íslenska hestinum mikinn áhuga. „Þeim fannst íslensk reiðhefð spennandi, og nefndu þá smölun sérstaklega. Það búa klárlega mikil verðmæti í íslenska hestinum sem hægt er að nýta betur. Í mínum huga verður hann alltaf bestur, með sínar fjölbreyttu gangtegundir og einstaka karakter,” segir Aníta og bætir við að nú taki við markaðssetning og skipulagning bæði fyrir hestaferðirnar og kappreiðina.“ Hestar Tengdar fréttir Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Aníta Margrét Aradóttir, sem tók þátt í Mongol Derby þolreiðinni í Mongólíu í ágúst, hefur stofnað fyrirtækið Icehorse Extreme. Það mun sjá um að skipuleggja kappreið og hestaferðir hér á landi. Til stendur að hafa ofurkappreiðina árið 2016. „,Það eru fjárfestar og samstarfsaðilar með mér í fyrirtækinu sem mun bjóða upp á ævintýraferðir á hestum um landið auk þess sem haldin verður ofurkappreið hér á landi árið 2016. Kappreiðin Icehorse Extreme yrði í anda Mongol Derby en sniðin að íslenska hestinum og íslensku landslagi. Þetta er spennandi dæmi og ég tel að þetta yrði góð kynning fyrir Ísland og íslenska hestinn,” segir Aníta í tilkynningu. „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby. Stefnan er að Icehorse Extreme yrði ekki síður erfið en Mongol Derby þótt hún verði auðvitað öðruvísi enda allt aðrar aðstæður á Íslandi en í Mongólíu. Hins vegar er ljóst að íslensk náttúra getur verið mjög erfið viðureignar eins og sú mongólska og sömu sögu má að sjálfsögðu segja um íslenska veðrið,” segir Aníta. Hún bætir við að passað verði vel upp á að fara ekki illa með náttúruna í hestaferðunum og kappreiðinni. Þá segir hún að stefnan sé sett á að ferðirnar yrðu í þremur styrktarflokkum fyrir knapa og miserfiðar og misdýrar. „Erfiðustu ferðirnar yrðu t.d. einungis fyrir mjög vana knapa sem þurfa að standast ákveðnar kröfur til að fá að taka þátt. Knaparnir yrðu að leggja á sig mikið erfiði til að eiga möguleika á að klára ferðina enda verður riðið hratt og langt. Erfiðustu ferðirnar verða dýrastar enda mest í þær lagt. Ferðirnar eru hugsaðar fyrir ævintýrafólk á öllum aldri þótt búast megi við að útlendingar verði að öllum líkindum í miklum meirhluta,” segir Aníta. Aníta segir að þátttakendur Mongol Derby hafi sýnt íslenska hestinum mikinn áhuga. „Þeim fannst íslensk reiðhefð spennandi, og nefndu þá smölun sérstaklega. Það búa klárlega mikil verðmæti í íslenska hestinum sem hægt er að nýta betur. Í mínum huga verður hann alltaf bestur, með sínar fjölbreyttu gangtegundir og einstaka karakter,” segir Aníta og bætir við að nú taki við markaðssetning og skipulagning bæði fyrir hestaferðirnar og kappreiðina.“
Hestar Tengdar fréttir Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31
Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29
Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06
Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43
Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09