FC Nordsjælland, lið Ólafs Kristjánssonar, var slegið úr leik af D-deildarliðinu Egedal í dönsku bikarkeppninni í gær.
Egedal hafði betur í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í framlengdum leik. Ólafur sagði að úrslitin væru mikil vonbrigði í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland í gær.
„Við vorum ekki nógu beittir í dag. Við komum okkur í stöðu til að vinna leikinn en vorum ekki nógu góðir. Þeir refsuðu okkur fyrir mistök og þetta endaði svo í vítaspyrnukeppni þar sem niðurstaðan er oft tilviljunarkennd,“ sagði Ólafur.
„Ég tel að það sé bara eitt að gera í þessari stöðu og það er að læra af leiknum. Þetta eru mikil vonbrigði nú, eins og vera ber, en við verðum sterkari fyrir vikið.“
Ólafur: Verðum að læra af þessu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn



Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn
