Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 25-24 | Montrétturinn er FH-inga Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 25. september 2014 09:04 Vísir/Valli Það var hart barist í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld en FH vann að lokum sanngjarnan sigur. Það hefur oft verið mætt betur á leik þessara liða en þeir sem þó mættu létu hraustlega í sér heyra. Fínasta stemning í kofanum þegar leikurinn hófst. FH-ingar voru sterkari strax frá upphafi. Gáfu tóninn með gríðarlega sterkum varnarleik og Haukarnir komust ekki á blað í leiknum fyrr en eftir fimm mínútur. Varnarleikur Hauka var einnig ágætur en það var ekki eftir að þeir höfðu tekið leikhlé sem þeir komust aftur inn í leikinn og náðu að jafna, 6-6. Þá tóku FH-ingar leikhlé og rétt eins og hjá Haukunum þá skilaði það sínu. Þeir tóku frumkvæðið í leiknum á ný og leiddu með þrem mörkum í leikhléi, 13-10. FH byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði mest fjögurra marka forskoti, 15-11. Þá kom mikill kippur hjá Haukum. Þeir keyrðu upp hraðann og komust yfir í fyrsta skipti, 17-18, þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Það fór að hitna í kolunum á síðustu tíu mínútum leiksins. Þó fyrr hefði verið líka. Það er enginn Hafnarfjarðarslagur nema það sé smá hiti. Annað eru hrein og klár vörusvik. FH leiddi með tveim mörkum, 22-20, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu neituðu FH-ingar að gefa eftir. Hornamaðurinn Benedikt Reynir fór hamförum fyrir FH á lokakaflanum og hreinlega kláraði leikinn fyrir þá. Félagar hans opnuðu vel fyrir hann og Benni brást ekki. Haukar jöfnuðu reyndar leikinn í eitt mark á lokamínútunni en Ásbjörn skoraði skömmu síðar og sá til þess að montrétturinn er FH-inga. Í bili að minnsta kosti. Benedikt og Ásbjörn öflugastir í liði FH og tóku af skarið er á þurfti að halda. Ísak frábær í vörninni ásamt fleirum og liðið komst upp með slaka markvörslu. Einar Ólafur átti flotta innkomu í markið hjá Haukum en fín frammistaða hans dugði ekki til.Ásbjörn: Benni frábær í lokin "Leikirnir eru oft svona á milli FH og Hauka og mikið er það sætt þegar það fellur okkar megin," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir eins marks sigur FH-inga á erkifjendum sínum í Haukum. "Þetta var mjög svipaður leikur og á móti Fram. Mér fannst þetta samt jafnvel heilsteyptara en á móti Fram. Við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik en við náðum ekki upp sama varnarleik fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfleik og við vorum að spila í fyrri. Þá skora þeir sjö mörk á fyrstu tíu og þetta er fljótt að fara." Ásbjörn hrósaði félaga sínum í horninu, Benedikt Reyni, sérstaklega. "Benni (Benedikt Reynir Kristinsson) var frábær í lokin og við spiluðum skynsamlega síðustu 10-15 mínúturnar. Og það voru allir að spila vel, ekki bara þeir sem skora. Menn voru að draga menn til sín, losa boltann og við spiluðum þetta sem heild. Það skóp sigurinn," sagði Ásbjörn. FH er enn taplaust í deildinni en FH fær ÍR í heimsókn í næstu umferð. "Nú er það bara næsti leikur. Við förum í hann með eitthvað plan til að ná í tvö stig og það er bara vonandi að það gangi upp," sagði sigurreifur Ásbjörn að lokum.Árni: Ég tók heimskulegt skot Árni Steinn Steinþórsson var að vonum hundsvekktur með eins marks tap Hauka gegn FH. "Við mætum í raun ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik erum við staðir og látum þá þrýsta okkur lengst út á völl. En seinni hálfleikur var í sjálfu sér fínn og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. En við getum miklu betur." Haukar komi öflugir til leiks í síðasti hálfleik en að lokum voru það FH-ingar sem sigu fram úr og höfðu sigur að lokum. "Við vorum klaufar. Ég tók t.d. heimskulegt skot á mikilvægu augnabliki sem var bara kæruleysi og reynsluleysi í svona jöfnum leik." Haukar eru búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu, eitthvað sem deildarmeistararnir lögðu klárlega ekki upp með í upphafi móts. "Ömurlegt að vera með tvö stig eftir þrjá leiki. Við erum búnir að tapa tveimur með einu marki og vinna einn með einu. Við eigum svo mikið inni og maður er alveg ótrúlega svekktur með þetta," sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Það var hart barist í Hafnarfjarðarslagnum í kvöld en FH vann að lokum sanngjarnan sigur. Það hefur oft verið mætt betur á leik þessara liða en þeir sem þó mættu létu hraustlega í sér heyra. Fínasta stemning í kofanum þegar leikurinn hófst. FH-ingar voru sterkari strax frá upphafi. Gáfu tóninn með gríðarlega sterkum varnarleik og Haukarnir komust ekki á blað í leiknum fyrr en eftir fimm mínútur. Varnarleikur Hauka var einnig ágætur en það var ekki eftir að þeir höfðu tekið leikhlé sem þeir komust aftur inn í leikinn og náðu að jafna, 6-6. Þá tóku FH-ingar leikhlé og rétt eins og hjá Haukunum þá skilaði það sínu. Þeir tóku frumkvæðið í leiknum á ný og leiddu með þrem mörkum í leikhléi, 13-10. FH byrjaði síðari hálfleikinn vel og náði mest fjögurra marka forskoti, 15-11. Þá kom mikill kippur hjá Haukum. Þeir keyrðu upp hraðann og komust yfir í fyrsta skipti, 17-18, þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Það fór að hitna í kolunum á síðustu tíu mínútum leiksins. Þó fyrr hefði verið líka. Það er enginn Hafnarfjarðarslagur nema það sé smá hiti. Annað eru hrein og klár vörusvik. FH leiddi með tveim mörkum, 22-20, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu neituðu FH-ingar að gefa eftir. Hornamaðurinn Benedikt Reynir fór hamförum fyrir FH á lokakaflanum og hreinlega kláraði leikinn fyrir þá. Félagar hans opnuðu vel fyrir hann og Benni brást ekki. Haukar jöfnuðu reyndar leikinn í eitt mark á lokamínútunni en Ásbjörn skoraði skömmu síðar og sá til þess að montrétturinn er FH-inga. Í bili að minnsta kosti. Benedikt og Ásbjörn öflugastir í liði FH og tóku af skarið er á þurfti að halda. Ísak frábær í vörninni ásamt fleirum og liðið komst upp með slaka markvörslu. Einar Ólafur átti flotta innkomu í markið hjá Haukum en fín frammistaða hans dugði ekki til.Ásbjörn: Benni frábær í lokin "Leikirnir eru oft svona á milli FH og Hauka og mikið er það sætt þegar það fellur okkar megin," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir eins marks sigur FH-inga á erkifjendum sínum í Haukum. "Þetta var mjög svipaður leikur og á móti Fram. Mér fannst þetta samt jafnvel heilsteyptara en á móti Fram. Við vorum þremur mörkum yfir í hálfleik en við náðum ekki upp sama varnarleik fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfleik og við vorum að spila í fyrri. Þá skora þeir sjö mörk á fyrstu tíu og þetta er fljótt að fara." Ásbjörn hrósaði félaga sínum í horninu, Benedikt Reyni, sérstaklega. "Benni (Benedikt Reynir Kristinsson) var frábær í lokin og við spiluðum skynsamlega síðustu 10-15 mínúturnar. Og það voru allir að spila vel, ekki bara þeir sem skora. Menn voru að draga menn til sín, losa boltann og við spiluðum þetta sem heild. Það skóp sigurinn," sagði Ásbjörn. FH er enn taplaust í deildinni en FH fær ÍR í heimsókn í næstu umferð. "Nú er það bara næsti leikur. Við förum í hann með eitthvað plan til að ná í tvö stig og það er bara vonandi að það gangi upp," sagði sigurreifur Ásbjörn að lokum.Árni: Ég tók heimskulegt skot Árni Steinn Steinþórsson var að vonum hundsvekktur með eins marks tap Hauka gegn FH. "Við mætum í raun ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik erum við staðir og látum þá þrýsta okkur lengst út á völl. En seinni hálfleikur var í sjálfu sér fínn og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var. En við getum miklu betur." Haukar komi öflugir til leiks í síðasti hálfleik en að lokum voru það FH-ingar sem sigu fram úr og höfðu sigur að lokum. "Við vorum klaufar. Ég tók t.d. heimskulegt skot á mikilvægu augnabliki sem var bara kæruleysi og reynsluleysi í svona jöfnum leik." Haukar eru búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu, eitthvað sem deildarmeistararnir lögðu klárlega ekki upp með í upphafi móts. "Ömurlegt að vera með tvö stig eftir þrjá leiki. Við erum búnir að tapa tveimur með einu marki og vinna einn með einu. Við eigum svo mikið inni og maður er alveg ótrúlega svekktur með þetta," sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira