UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns Óskar Örn Árnason skrifar 25. september 2014 15:00 Cat Zingano sigraði Miesha Tate eftir tæknilegt rothögg í fyrra. Vísir/Getty UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira
UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30