Rafbíll ferðaðist 2500 kílómetra fyrir 2000 krónur 24. september 2014 18:20 T-1 er þessa dagana á bílasýningu í Tyrklandi Tyrkneskur rafbíll ferðaðist á dögunum 2500 kílómetra leið fyrir einungis 37.5 tyrkneskar lírur eða rétt rúmar 2000 íslenskar krónur. Ferðin hófst 15. september síðastliðinn og lá leiðin í gegnum sex tyrkneskar borgir. Bíllinn er kallaður T-1 en hann var hannaður og smíðaður af starfsfólki og nemum við háskólann í Istanbúl. T-1 kemst að meðaltali 500 kílómetra leið á fjögurra klukkustunda hleðslu. Ferð bílsins lauk á mánudag en þá hafði hann keyrt í gegnum Ankara, SamsunTrabzon, erzurum, Diyarbakir og Gaziantep áður en hann hélt til Kayezeri þar sem gestur og gangandi fá að berja hann augum næstu daga. T-1 vegur um 500 kíló og getur náð allt að 130 kílómetra hraða á klukkustund. För bílsins hefur vakið töluverða athygli þar í landi en þó verður að teljast ólíklegt að hann verði fjöldaframleiddur. Smíði bílsins var bæði tímafrek og kostnaðarsöm – ferlið tók alls um eitt og hálft ár og kostaði rúmlega 24 milljónir króna. Þrátt fyrir það er T-1, eins og hér hefur verið drepið á, tiltölulega ódýr í rekstri en eldsneytiskostnaðurinn fyrir 500 kílómetra akstur nemur einungis 3.75 prósentum af kostnaðinum sem hlýst af því að aka venjulegum fjölskyldubíl sömu leið. Eftir að bílasýningunni lýkur mun T-1 verða ekið aftur til Istanbúl þar sem á honum verða unnar endurbætur og grunnur lagður að næstu útgáfu bílsins. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Tyrkneskur rafbíll ferðaðist á dögunum 2500 kílómetra leið fyrir einungis 37.5 tyrkneskar lírur eða rétt rúmar 2000 íslenskar krónur. Ferðin hófst 15. september síðastliðinn og lá leiðin í gegnum sex tyrkneskar borgir. Bíllinn er kallaður T-1 en hann var hannaður og smíðaður af starfsfólki og nemum við háskólann í Istanbúl. T-1 kemst að meðaltali 500 kílómetra leið á fjögurra klukkustunda hleðslu. Ferð bílsins lauk á mánudag en þá hafði hann keyrt í gegnum Ankara, SamsunTrabzon, erzurum, Diyarbakir og Gaziantep áður en hann hélt til Kayezeri þar sem gestur og gangandi fá að berja hann augum næstu daga. T-1 vegur um 500 kíló og getur náð allt að 130 kílómetra hraða á klukkustund. För bílsins hefur vakið töluverða athygli þar í landi en þó verður að teljast ólíklegt að hann verði fjöldaframleiddur. Smíði bílsins var bæði tímafrek og kostnaðarsöm – ferlið tók alls um eitt og hálft ár og kostaði rúmlega 24 milljónir króna. Þrátt fyrir það er T-1, eins og hér hefur verið drepið á, tiltölulega ódýr í rekstri en eldsneytiskostnaðurinn fyrir 500 kílómetra akstur nemur einungis 3.75 prósentum af kostnaðinum sem hlýst af því að aka venjulegum fjölskyldubíl sömu leið. Eftir að bílasýningunni lýkur mun T-1 verða ekið aftur til Istanbúl þar sem á honum verða unnar endurbætur og grunnur lagður að næstu útgáfu bílsins.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent