Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2014 15:00 Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur. Skyggði hlutinn er um 45,1 ferkílómetrar. Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs. Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs.
Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira