Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2014 19:49 Innanríkisráðherra segir deilurnar um veglagningu um Teigskóg á sunnanverðum Vestfjörðum komnar í stjórnsýsluflækju og nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar sé vonbrigði. Ráðherra útilokar ekki að sett verði sérlög til að höggva á hnútinn. Deilur hafa staðið um veg um Teigskóg í hartnær áratug og fyrir fimm árum hafnaði Hæstiréttur þáverandi tillögu um veglagningu. Skipulagsstofnun hafnaði því síðan á dögunum að ný tillagan færi í nýtt umhverfismat, þar sem ekki sé unnt að líta á þá tillögu sem nýja framkvæmd þar sem þegar væri búið að hafna leið um Teigsskóg og ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Vegagerðin hefur nú ákveðið að kæra þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Ólína Þorvarðardóttir varaþingmaður samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vegamál á Vestfjörðum á Alþingi í dag. Hún sagði á meðan málið væri fast í lagaflækjum streymdi fjármagn til annarra og ekki eins áríðandi framkvæmda. Ágreiningurinn um veglagningu um Teigskóg er að verða málið endalausa. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem og allir þeir þingmenn sem tóku til máls á Alþingi í dag eru sammála Ólínu Þorvarðardúttur um að málið þoli enga bið. Ráðherra sagði reyndar að leysa þyrfti það á allra næstu mánuðum. „Telur ráðherra koma til greina að skoða sérstaka lagasetningu vegna málsins, já,“ sagði Hanna Birna. „Það þýðir ekki að ég sé að flytja hér frumvarp á næstu dögum um slíkt. En ég tel það ekki útlilokað,“ sagði innanríkisráðherra. Hins vegar þurfi að skoða aðrar mögulegar leiðir vandlega en niðurstaða um endanlega leið verði að liggja fyrir á næstu mánuðum enda um að ræða mikilvægust samgöngubót á landinu. Hún myndi m.a. eiga fund með þingmönnum kjördæmisins á morgum sem og með vegamálastjóra. Alþingi Teigsskógur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Innanríkisráðherra segir deilurnar um veglagningu um Teigskóg á sunnanverðum Vestfjörðum komnar í stjórnsýsluflækju og nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar sé vonbrigði. Ráðherra útilokar ekki að sett verði sérlög til að höggva á hnútinn. Deilur hafa staðið um veg um Teigskóg í hartnær áratug og fyrir fimm árum hafnaði Hæstiréttur þáverandi tillögu um veglagningu. Skipulagsstofnun hafnaði því síðan á dögunum að ný tillagan færi í nýtt umhverfismat, þar sem ekki sé unnt að líta á þá tillögu sem nýja framkvæmd þar sem þegar væri búið að hafna leið um Teigsskóg og ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Vegagerðin hefur nú ákveðið að kæra þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Ólína Þorvarðardóttir varaþingmaður samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vegamál á Vestfjörðum á Alþingi í dag. Hún sagði á meðan málið væri fast í lagaflækjum streymdi fjármagn til annarra og ekki eins áríðandi framkvæmda. Ágreiningurinn um veglagningu um Teigskóg er að verða málið endalausa. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem og allir þeir þingmenn sem tóku til máls á Alþingi í dag eru sammála Ólínu Þorvarðardúttur um að málið þoli enga bið. Ráðherra sagði reyndar að leysa þyrfti það á allra næstu mánuðum. „Telur ráðherra koma til greina að skoða sérstaka lagasetningu vegna málsins, já,“ sagði Hanna Birna. „Það þýðir ekki að ég sé að flytja hér frumvarp á næstu dögum um slíkt. En ég tel það ekki útlilokað,“ sagði innanríkisráðherra. Hins vegar þurfi að skoða aðrar mögulegar leiðir vandlega en niðurstaða um endanlega leið verði að liggja fyrir á næstu mánuðum enda um að ræða mikilvægust samgöngubót á landinu. Hún myndi m.a. eiga fund með þingmönnum kjördæmisins á morgum sem og með vegamálastjóra.
Alþingi Teigsskógur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum