Kristanstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, vann 1-0 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Marija Banusic skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu.
Eftir sigurinn er Kristianstad í 5. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 17 leiki. Eskilstuna United er með jafn mörg stig, en lakari markatölu í 6. sæti.
Guðný Björk Óðinsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad, en var skipt af velli á 68. mínútu fyrir Elísu Viðarsdóttur, stöllu sína í íslenska landsliðinu. Sif Atladóttir var ekki með vegna meiðsla.
