Allir bílar Benz munu fást í tvinnbílaútgáfu Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 12:45 Mercedes Benz S 500 Plug-In-Hybrid. Yfirmaður þróunardeildar Mercedes Benz, Thomas Weber, hefur látið hafa eftir sér að árið 2020 munu allar framleiðslugerðir þeirra bjóðast sem Plug-In-Hybrid bílar, þ.e. bílar sem hægt er að stinga í samband við heimilsrafmagn. Þetta sagði hann við kynningu á nýjum Mercedes Benz S550 Plug-In-Hybrid bíl í síðustu viku. Brátt munu sjást slíkar útfærslur á C-Class, E-Class og GLK-Class bílunum þó ekki hafi fylgt hvenær sala muni hefjast á þeim. Hinsvegar nefndi hann að árið 2017 muni Mercedes Benz bjóða alls 10 gerðir Plug-In-Hybrid bíla. Þessir bílar verða bæði knúnir bensín- og dísilvélum og hægt verður að bjóða slíka útfærslu með hvaða vélarstærð sem er. Ekki skiptir heldur neinu máli hvort þeir verða framhjóla-, afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, fólksbílar, jepplingar eða jeppar. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Yfirmaður þróunardeildar Mercedes Benz, Thomas Weber, hefur látið hafa eftir sér að árið 2020 munu allar framleiðslugerðir þeirra bjóðast sem Plug-In-Hybrid bílar, þ.e. bílar sem hægt er að stinga í samband við heimilsrafmagn. Þetta sagði hann við kynningu á nýjum Mercedes Benz S550 Plug-In-Hybrid bíl í síðustu viku. Brátt munu sjást slíkar útfærslur á C-Class, E-Class og GLK-Class bílunum þó ekki hafi fylgt hvenær sala muni hefjast á þeim. Hinsvegar nefndi hann að árið 2017 muni Mercedes Benz bjóða alls 10 gerðir Plug-In-Hybrid bíla. Þessir bílar verða bæði knúnir bensín- og dísilvélum og hægt verður að bjóða slíka útfærslu með hvaða vélarstærð sem er. Ekki skiptir heldur neinu máli hvort þeir verða framhjóla-, afturhjóla- eða fjórhjóladrifnir, fólksbílar, jepplingar eða jeppar.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent