Ert þú búin að fá þér bleiku slaufuna? Rikka skrifar 1. október 2014 09:00 Mynd/skjáskot Í dag hefst hið árlega fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins sem kennt er við Bleiku slaufuna en hún er tákn félagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Átakið stendur yfir í allan október og er að þessu sinni lögð sérstök áhersla á að hvetja ungar konur til að fara í leghálskrabbameinsleit. Í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að um 45% kvenna sem boðið er að mæta til leitar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins mæti ekki innan tilskilins tíma og að þó svo að margar skili sér seint og um síðir séu alltof margar sem ekki mæti reglulega. Áður fyrr hafi hinsvegar 84% kvenna á aldrinum 23 ára til 65 ára farið reglulega í slíka leit en nú hafi sú tala lækkað niður í 64% sem sé mikið áhyggjuefni. Þetta er 15. árið í röð sem að átakið er sett af stað og ríkir jafnan eftirvænting þegar slaufan sjálf er frumsýnd. Að þessu sinni var það Stefán Bogi Stefánsson, gullsmiður hjá Metal design sem hannaði slaufuna. Slaufuna í ár sem og fyrri ár má nálgast á heimasíðu Krabbameinsfélagsins sem og öðrum útsölustöðum. Styðjum baráttuna gegn krabbameinum og höfum slaufuna sýnilega í október. Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist
Í dag hefst hið árlega fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins sem kennt er við Bleiku slaufuna en hún er tákn félagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Átakið stendur yfir í allan október og er að þessu sinni lögð sérstök áhersla á að hvetja ungar konur til að fara í leghálskrabbameinsleit. Í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu kemur fram að um 45% kvenna sem boðið er að mæta til leitar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins mæti ekki innan tilskilins tíma og að þó svo að margar skili sér seint og um síðir séu alltof margar sem ekki mæti reglulega. Áður fyrr hafi hinsvegar 84% kvenna á aldrinum 23 ára til 65 ára farið reglulega í slíka leit en nú hafi sú tala lækkað niður í 64% sem sé mikið áhyggjuefni. Þetta er 15. árið í röð sem að átakið er sett af stað og ríkir jafnan eftirvænting þegar slaufan sjálf er frumsýnd. Að þessu sinni var það Stefán Bogi Stefánsson, gullsmiður hjá Metal design sem hannaði slaufuna. Slaufuna í ár sem og fyrri ár má nálgast á heimasíðu Krabbameinsfélagsins sem og öðrum útsölustöðum. Styðjum baráttuna gegn krabbameinum og höfum slaufuna sýnilega í október.
Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist