Reiðir ökumenn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 11:16 Það vill stundum gerast að ökumenn reiðist öðrum vegfarendum í umferðinni og sýni reiði sína með flautuþeytingum eða miður skemmtilegum merkjasendingum. Óalgengara er að sjá tvo ökumenn svo ósátta hvor við annan að þeir aki stöðugt hvor á annan. Kannski er svona háttarlag bara daglegt brauð í Taiwan, en þar náðist myndband af þessum tveimur reiðu ökumönnum. Ökumenninrir virðast vera að berjast fyrir plássi á einni ákveðinni akrein hraðbrautar þar eystra og hvorugur vill gefa sig. Það veldur því að þeir aka bílum sínum þétt utan í hvor öðrum með tilheyrandi skemmdum á bílunum. Svo virðist sem ökumaður Audi bílsins sé ákveðnari í sínum aðgerðum og ósáttari en hinn og á endanum tekur hann uppá því að þrýsta hinum bílnum, sem sýnist vera af Suzuki gerð, út í steypta veggirðingu vegarins. Eitthvað hefur verðgildi beggja bílanna lækkað við þessi ósköp og svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi í umferðinni í Taiwan ef þessar aðfarir eru þar daglegt brauð. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Það vill stundum gerast að ökumenn reiðist öðrum vegfarendum í umferðinni og sýni reiði sína með flautuþeytingum eða miður skemmtilegum merkjasendingum. Óalgengara er að sjá tvo ökumenn svo ósátta hvor við annan að þeir aki stöðugt hvor á annan. Kannski er svona háttarlag bara daglegt brauð í Taiwan, en þar náðist myndband af þessum tveimur reiðu ökumönnum. Ökumenninrir virðast vera að berjast fyrir plássi á einni ákveðinni akrein hraðbrautar þar eystra og hvorugur vill gefa sig. Það veldur því að þeir aka bílum sínum þétt utan í hvor öðrum með tilheyrandi skemmdum á bílunum. Svo virðist sem ökumaður Audi bílsins sé ákveðnari í sínum aðgerðum og ósáttari en hinn og á endanum tekur hann uppá því að þrýsta hinum bílnum, sem sýnist vera af Suzuki gerð, út í steypta veggirðingu vegarins. Eitthvað hefur verðgildi beggja bílanna lækkað við þessi ósköp og svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi í umferðinni í Taiwan ef þessar aðfarir eru þar daglegt brauð.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent