Kolbeinn: Tek gagnrýnina ekki inn á mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 14:00 Kolbeinn Sigþórsson hvíldi á æfingum íslenska landsliðsins í gær vegna smávægilegra hnémeiðsla. Vísir/Valli Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30
Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49
Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20