Charlie Knoles er hugleiðslukennari sem byrjaði að stunda hugleiðslu aðeins fjögurra ára gamall og hefur gert það alla tíð síðan með góðum árangri. Í þessu myndbandi sem bitrist á vefsíðunni mindbodygreen útskýrir Knoles hvernig hugleiðsla virkar og um hvað hún snýst. Hann leiðréttir algengan misskilning um hugleiðslu og telur að hún sé eitthvað sem allir séu færir um að stunda.
