„Við erum bara rétt að byrja“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2014 18:17 Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Vísir/Pjetur Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að það vanti oft á tíðum heildarhugsun í markaðssetningu þegar kemur að hóteluppbyggingu hér á landi. Ekki gangi að hugsa um markaðsetninguna eftir á og Ísland sé að keppa við margar aðrar þjóðir þegar efnameiri ráðstefnutúristar eru annars vegar. Magnea Þórey fer yfir þessi mál í nýjasta Klinkinu sem er hægt að sjá með því að smella hér. Icelandair Hotels er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en það er dótturfélag Icelandair Group. Hér á eftir fara valdar spurningar og svör úr viðtalinu. Hvað hefur verið erfiðast varðandi mikinn vöxt ferðaþjónustunnar, sem er hálfgert lúxusvandamál? „Það sem verður áskorun hjá okkur er mannauðurinn. Það skiptir mjög miklu máli núna þegar vel gengur og það eru mikil umsvif að við ígrundum vel hvernig við ætlum að passa upp á að halda í reynt fólk. Þá erum við að tala um fagstéttirnar, iðngreinarnar eins og þjóna, matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakara, auk háskólamenntaðs fólks.“Icelandair Hotels ætlar að opna hótel með úti veitingaaðstöðu við Hljómalindarreitinn. Hvenær? „Við reiknum ekki með því að opna þetta hótel fyrr en í byrjun þarnæsta árs, þ.e. árið 2016. Við erum ennþá að vinna í þróun á eigninni sjálfri. Við döfnum ekki vel nema Reykjavík sé aðlaðandi og við þurfum að leggja okkar af mörkum. Við ætlum okkur að setja mikinn metnað í Hljómalindina sérstaklega þannig að íbúum Reykjavíkur líki vel við reitinn.“Raunverulegur markaður fyrir ráðstefnutúristaÞví hefur verið fleygt að æskilegra sé að fá færri tekjuhærri einstaklinga sem eyða meiru, eins og með því að fá hingað ráðstefnugesti í auknum mæli. Hefur þetta tekist? „Við höfum unnið að þessu samhliða uppbyggingu hótela. Það þarf að vinna markaðsstarfið samhliða nýjum verkefnum. Það má alls ekki vera of mikill fókus á sjálfa fjárfestinguna því hún markaðssetur sig ekki sjálf. Þegar þú ert tilbúinn með nýtt hótel þá þýðir ekki að huga að markaðssetningunni eftir á. Þetta þarf að hugsast samhliða. Við stofnuðum Meet in Reykjavík 2012. Nú er búið að stofna vettvang til að ná til efnameiri ferðamanna, eða high-end hluta markaðarins, því við áttum okkur á því að við þurfum að hafa margar vörur í boði. Því við erum í samkeppni við margar aðrar þjóðir.“Það er raunverulegur markaður fyrir þessa ráðstefnutúrista? „Við komum upp í umræðunni þegar verið er að velja kaldan áfangastað. Líka í flokkum sem tengjast orku, jarðvarma, íþróttum og hreyfingu. Við þurfum að vinna í því að skapa þá ímynd sem við viljum. Við höfum ótal tækifæri. Markaðssetning er bara fjárfesting. Mikið af hótelunum sem eru að bætast við, það þarf að spyrja hvað menn hafa sett í markaðsstarf. Menn eru oft búnir að opna eitthvað voða fínt en eru svo alveg hissa á að það komi ekki ferðamenn. Bæði fjárfestingarnar okkar og markaðsstarfið okkar eru vel ígrundaðar langtímaákvarðanir.“Ferðalög fólks í heiminum almennt að aukastHöfum við fjölgað gistirýmum of mikið? Munum við sitja uppi með tóm hótel ef það hægist á vextinum? „Ferðalög fólks í heiminum eru almennt að aukast. Það að við fáum alltaf bara 600 eða 700 þúsund ferðamenn og þeir verði ekki fleiri er annar endinn á svartsýninni. Ef við höldum vel á spöðunum verður vöxtur. Það kemur enginn til Reykjavíkur af því það eru að bætast við hótel. Það kemur miklu meira til.“Skiptar skoðanir eru um hvort Inspired by Iceland herferðin hafi skilað aukningu í fjölda ferðamanna. Hefðu þeir kannski komið hvort eð er? „Við fengum auðvitað fjölmiðlaumfjöllun út af gosinu sem við hefðum aldrei getað keypt, en þetta var samspil margra þátta. Við erum bara rétt að byrja. Ferðaþjónusta er bara rétt að verða að alvöru atvinnugrein. “ Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að það vanti oft á tíðum heildarhugsun í markaðssetningu þegar kemur að hóteluppbyggingu hér á landi. Ekki gangi að hugsa um markaðsetninguna eftir á og Ísland sé að keppa við margar aðrar þjóðir þegar efnameiri ráðstefnutúristar eru annars vegar. Magnea Þórey fer yfir þessi mál í nýjasta Klinkinu sem er hægt að sjá með því að smella hér. Icelandair Hotels er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en það er dótturfélag Icelandair Group. Hér á eftir fara valdar spurningar og svör úr viðtalinu. Hvað hefur verið erfiðast varðandi mikinn vöxt ferðaþjónustunnar, sem er hálfgert lúxusvandamál? „Það sem verður áskorun hjá okkur er mannauðurinn. Það skiptir mjög miklu máli núna þegar vel gengur og það eru mikil umsvif að við ígrundum vel hvernig við ætlum að passa upp á að halda í reynt fólk. Þá erum við að tala um fagstéttirnar, iðngreinarnar eins og þjóna, matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakara, auk háskólamenntaðs fólks.“Icelandair Hotels ætlar að opna hótel með úti veitingaaðstöðu við Hljómalindarreitinn. Hvenær? „Við reiknum ekki með því að opna þetta hótel fyrr en í byrjun þarnæsta árs, þ.e. árið 2016. Við erum ennþá að vinna í þróun á eigninni sjálfri. Við döfnum ekki vel nema Reykjavík sé aðlaðandi og við þurfum að leggja okkar af mörkum. Við ætlum okkur að setja mikinn metnað í Hljómalindina sérstaklega þannig að íbúum Reykjavíkur líki vel við reitinn.“Raunverulegur markaður fyrir ráðstefnutúristaÞví hefur verið fleygt að æskilegra sé að fá færri tekjuhærri einstaklinga sem eyða meiru, eins og með því að fá hingað ráðstefnugesti í auknum mæli. Hefur þetta tekist? „Við höfum unnið að þessu samhliða uppbyggingu hótela. Það þarf að vinna markaðsstarfið samhliða nýjum verkefnum. Það má alls ekki vera of mikill fókus á sjálfa fjárfestinguna því hún markaðssetur sig ekki sjálf. Þegar þú ert tilbúinn með nýtt hótel þá þýðir ekki að huga að markaðssetningunni eftir á. Þetta þarf að hugsast samhliða. Við stofnuðum Meet in Reykjavík 2012. Nú er búið að stofna vettvang til að ná til efnameiri ferðamanna, eða high-end hluta markaðarins, því við áttum okkur á því að við þurfum að hafa margar vörur í boði. Því við erum í samkeppni við margar aðrar þjóðir.“Það er raunverulegur markaður fyrir þessa ráðstefnutúrista? „Við komum upp í umræðunni þegar verið er að velja kaldan áfangastað. Líka í flokkum sem tengjast orku, jarðvarma, íþróttum og hreyfingu. Við þurfum að vinna í því að skapa þá ímynd sem við viljum. Við höfum ótal tækifæri. Markaðssetning er bara fjárfesting. Mikið af hótelunum sem eru að bætast við, það þarf að spyrja hvað menn hafa sett í markaðsstarf. Menn eru oft búnir að opna eitthvað voða fínt en eru svo alveg hissa á að það komi ekki ferðamenn. Bæði fjárfestingarnar okkar og markaðsstarfið okkar eru vel ígrundaðar langtímaákvarðanir.“Ferðalög fólks í heiminum almennt að aukastHöfum við fjölgað gistirýmum of mikið? Munum við sitja uppi með tóm hótel ef það hægist á vextinum? „Ferðalög fólks í heiminum eru almennt að aukast. Það að við fáum alltaf bara 600 eða 700 þúsund ferðamenn og þeir verði ekki fleiri er annar endinn á svartsýninni. Ef við höldum vel á spöðunum verður vöxtur. Það kemur enginn til Reykjavíkur af því það eru að bætast við hótel. Það kemur miklu meira til.“Skiptar skoðanir eru um hvort Inspired by Iceland herferðin hafi skilað aukningu í fjölda ferðamanna. Hefðu þeir kannski komið hvort eð er? „Við fengum auðvitað fjölmiðlaumfjöllun út af gosinu sem við hefðum aldrei getað keypt, en þetta var samspil margra þátta. Við erum bara rétt að byrja. Ferðaþjónusta er bara rétt að verða að alvöru atvinnugrein. “
Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira