Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. október 2014 11:40 Bianchi fyrir kappaksturinn í morgun. Vísir/Getty Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. Strax varð ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. Sjúkrabíll fór með Bianchi á næsta sjúkrahús sem gat tekið á móti honum. Fögnuður annarra ökumanna eftir keppnina var nánast enginn. Allir biðu á milli vonar og ótta eftir fréttum af ökumanninum. Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) gaf út tilkynningu skömmu eftir að keppninn hafði verið stöðvuð. „Ökumaðurinn er ekki með meðvitund, hann hefur verið fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl,“ sagði Matteo Bonciani talsmaður FIA. „Frekari fregnir munu koma síðar - í augnablikinu getum við ekkert sagt. Við munum færa ykkur fréttir um leið og við getum,“ bætti hann við. Faðir ökumannsins hefur staðfest að hann varð fyrir alvarlegum höfuðáverka og er í aðgerð. Ný tilkynning frá FIA staðfestir þetta. „Keppnin byrjaði of snemma og endaði of seint, við hefðum átt að vera löngu búin að blása hana af. Fyrst og fremst hef ég áhyggjur af Jules,“ sagði Felipe Massa sem var meðal margra ökumanna sem lýstu áhyggjum sínum af líðan Bianchi eftir keppnina. Bianchi er kominn úr aðgerð og hefur verið færður á gjörgæsludeild. Líðan Binachi er stöðug, hann er í öndunarvél . Prófessor Gerard Saillant, sem var ráðgjafi Schumacher fjölskyldunnar á fyrstu stigum meðferðar Michael Schumacher, er væntanlegur á Mie sjúkrahúsið, þar sem Bianchi er. Saillant er einn færasti bæklunarskurðlæknir heims. Hann er góðvinur Jean Todt, forseta FIA og er væntanlegur í dag. Fjölskylda ökumannsins er komin á sjúkrahúsið og hefur óskað þess af fjölmiðlum að fá frið frá ágangi þeirra. Marussia liðið vildi þakka fyrir sendar kveðjur og sýndan hlýhug. Fulltrúar liðsins verða á staðnum til að aðstoða fjölskyldu Bianchi, ásamt fulltrúum frá Ferrari liðinu. Bianchi er uppalinn í ökumannsakademíu liðsins og því mikil tengsl þar á milli. Sögur um að Bianchi hafi farið í aðra aðgerð og andi að sjálfsdáðum eru því miður ekki sannar. Einhverjir miðlar höfðu greint frá því.Frá slysstað, myndin sýnir illa farinn Marussia bílinn.Vísir/Getty Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. Strax varð ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. Sjúkrabíll fór með Bianchi á næsta sjúkrahús sem gat tekið á móti honum. Fögnuður annarra ökumanna eftir keppnina var nánast enginn. Allir biðu á milli vonar og ótta eftir fréttum af ökumanninum. Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) gaf út tilkynningu skömmu eftir að keppninn hafði verið stöðvuð. „Ökumaðurinn er ekki með meðvitund, hann hefur verið fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl,“ sagði Matteo Bonciani talsmaður FIA. „Frekari fregnir munu koma síðar - í augnablikinu getum við ekkert sagt. Við munum færa ykkur fréttir um leið og við getum,“ bætti hann við. Faðir ökumannsins hefur staðfest að hann varð fyrir alvarlegum höfuðáverka og er í aðgerð. Ný tilkynning frá FIA staðfestir þetta. „Keppnin byrjaði of snemma og endaði of seint, við hefðum átt að vera löngu búin að blása hana af. Fyrst og fremst hef ég áhyggjur af Jules,“ sagði Felipe Massa sem var meðal margra ökumanna sem lýstu áhyggjum sínum af líðan Bianchi eftir keppnina. Bianchi er kominn úr aðgerð og hefur verið færður á gjörgæsludeild. Líðan Binachi er stöðug, hann er í öndunarvél . Prófessor Gerard Saillant, sem var ráðgjafi Schumacher fjölskyldunnar á fyrstu stigum meðferðar Michael Schumacher, er væntanlegur á Mie sjúkrahúsið, þar sem Bianchi er. Saillant er einn færasti bæklunarskurðlæknir heims. Hann er góðvinur Jean Todt, forseta FIA og er væntanlegur í dag. Fjölskylda ökumannsins er komin á sjúkrahúsið og hefur óskað þess af fjölmiðlum að fá frið frá ágangi þeirra. Marussia liðið vildi þakka fyrir sendar kveðjur og sýndan hlýhug. Fulltrúar liðsins verða á staðnum til að aðstoða fjölskyldu Bianchi, ásamt fulltrúum frá Ferrari liðinu. Bianchi er uppalinn í ökumannsakademíu liðsins og því mikil tengsl þar á milli. Sögur um að Bianchi hafi farið í aðra aðgerð og andi að sjálfsdáðum eru því miður ekki sannar. Einhverjir miðlar höfðu greint frá því.Frá slysstað, myndin sýnir illa farinn Marussia bílinn.Vísir/Getty
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04