Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Smárason skoruðu báðir í leiknum en mörk beggja komu í síðari hálfleik. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn en Arnór kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.
Guðlaugur Victor, sem skrifaði nýverið undir fjögurra ára samning við Helsingborg, hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð fyrir félagið. Þetta var þriðja mark Arnórs á tímabililnu en hann hefur tekið þátt í 23 leikjum.
Helsingborg komst upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með 39 stig. Malmö er langefst á toppnum með 56 stig.
Arnór birti meðfylgjandi mynd á Instagram-síðunni sinni eftir leikinn.