Smáskjálftavirkni heldur áfram á svæðinu norðvestan til í Vatnajökli en fjöldi skjálfta frá því um kvöldmatarleytið í gær voru í kringum fimmtíu.
Flestir skjálftar urðu í Bárðarbungu sjálfri en enn eru einhverjir í norðurhluta gangsins.
Skjálftar stærri en 3 í tímaröð (allir í Bárðarbungu norðanverðri):
20:08:22: stærð 3,1
20:08:32: stærð 4,5
20:40:43: stærð 3,3
00:20:03: stærð 3,9
01:41:34: stærð 4,8
04:13:22: stærð 3,7
04:45:19: stærð 4,3
Einn skjálfti 2,4 að stærð mældist 10,4 km suðvestan Kópaskers klukkan 21:57 í gærkvöldi.
Fimmtíu skjálftar í Bárðarbungu
Stefán Árni Pálsson skrifar
