Nýjasta æðið í líkamsrækt á Selfossi er trampólínfitness en þær Anna Berglind Júlíusdóttir og Silja Sigríður Þorsteinsdóttir hjá Danssport segja tímana þeirra afar vel sótta.
„Við erum með góða tónlist sem gaman er að hoppa við. Það er bullandi brennsla í gangi,“ sögðu þær í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Magnús Hlynur spreytti sig að sjálfsögðu sjálfur á trampólíninu en útkomuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Magnús Hlynur í trampólínfitness | Myndband
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar