Owen: Ekkert til sem heitir að brenna út í boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2014 22:00 Michael Owen. Vísir/Getty Michael Owen hefur blandað sér aðeins inn í umræðuna um fræga þreytu Liverpool-mannsins Raheem Sterling. Enskir fjölmiðlar hafa verið mjög uppteknir af málinu síðan að Sterling byrjað á bekknum hjá enska landsliðinu fyrr í þessari viku eftir að hafa kvartað undan þreytu. Michael Owen lék á sínum tíma með liðum eins og Liverpool, Real Madrid, Newcastle og Manchester United en líkt og Raheem Sterling var hann kominn í mjög stórt og mikilvægt hlutverk í félags- og landsliði þegar hann var mjög ungur. Owen er 34 ára í dag en hann var mjög óheppinn með meiðsli og glímdi lengst af við ítrekaðar tognanir aftan í læri sem þvinguðu hann á endanum til að skella skónum sínum snemma upp á hillu. „Getur þú nefnt einn leikmann sem hefur orðið fyrir því að brenna út í boltanum? Ég veit ekki um neinn og það er ekkert til sem heitir að brenna út í boltanum," sagði Michael Owen við BBC. „Ég sagði aldrei stjóranum að ég væri þreyttur því mér fannst ég aldrei þurfa á hvíld að halda," sagði Owen sem spilaði algjört lykilhlutverk hjá Liverpool og enska landsliðinu á sínum tíma. „Fólk mun benda á mig sem dæmi um mann sem fékk ekki næga hvíld en mitt innlegg í þá umræðu er að ég vil skrifa mínar vöðvatognanir á slæmar erfðir," sagði Owen. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs finnur til með Raheem Sterling Ryan Giggs segist auðveldlega geta sett sig í spor Liverpool-mannsins Raheem Sterling sem hefur kvartað yfir þreytu vegna mikils álags. Sterling byrjaði á bekknum hjá enska landsliðinu á móti Eistlandi í vikunni. 15. október 2014 18:15 Hodgson: Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að Liverpool þurfi ekkert að óttast um að Raheem Sterling muni meiðast í komandi leikjum með enska landsliðinu. 11. október 2014 12:45 Langþráður sigur hjá Liverpool Liverpool lagði WBA 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli í dag. Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik. 4. október 2014 00:01 Lineker vill sjá ungu stjörnurnar á EM 2015 Gary Lineker, stjórnandi Match of the Day á BBC og fyrrverandi landsliðsframherji Englands, vill sjá England tefla fram eins sterku liði og mögulegt er á EM U-21 árs landsliða sem fer fram í Tékklandi á næsta ári. 17. október 2014 08:06 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Michael Owen hefur blandað sér aðeins inn í umræðuna um fræga þreytu Liverpool-mannsins Raheem Sterling. Enskir fjölmiðlar hafa verið mjög uppteknir af málinu síðan að Sterling byrjað á bekknum hjá enska landsliðinu fyrr í þessari viku eftir að hafa kvartað undan þreytu. Michael Owen lék á sínum tíma með liðum eins og Liverpool, Real Madrid, Newcastle og Manchester United en líkt og Raheem Sterling var hann kominn í mjög stórt og mikilvægt hlutverk í félags- og landsliði þegar hann var mjög ungur. Owen er 34 ára í dag en hann var mjög óheppinn með meiðsli og glímdi lengst af við ítrekaðar tognanir aftan í læri sem þvinguðu hann á endanum til að skella skónum sínum snemma upp á hillu. „Getur þú nefnt einn leikmann sem hefur orðið fyrir því að brenna út í boltanum? Ég veit ekki um neinn og það er ekkert til sem heitir að brenna út í boltanum," sagði Michael Owen við BBC. „Ég sagði aldrei stjóranum að ég væri þreyttur því mér fannst ég aldrei þurfa á hvíld að halda," sagði Owen sem spilaði algjört lykilhlutverk hjá Liverpool og enska landsliðinu á sínum tíma. „Fólk mun benda á mig sem dæmi um mann sem fékk ekki næga hvíld en mitt innlegg í þá umræðu er að ég vil skrifa mínar vöðvatognanir á slæmar erfðir," sagði Owen.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs finnur til með Raheem Sterling Ryan Giggs segist auðveldlega geta sett sig í spor Liverpool-mannsins Raheem Sterling sem hefur kvartað yfir þreytu vegna mikils álags. Sterling byrjaði á bekknum hjá enska landsliðinu á móti Eistlandi í vikunni. 15. október 2014 18:15 Hodgson: Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að Liverpool þurfi ekkert að óttast um að Raheem Sterling muni meiðast í komandi leikjum með enska landsliðinu. 11. október 2014 12:45 Langþráður sigur hjá Liverpool Liverpool lagði WBA 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli í dag. Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik. 4. október 2014 00:01 Lineker vill sjá ungu stjörnurnar á EM 2015 Gary Lineker, stjórnandi Match of the Day á BBC og fyrrverandi landsliðsframherji Englands, vill sjá England tefla fram eins sterku liði og mögulegt er á EM U-21 árs landsliða sem fer fram í Tékklandi á næsta ári. 17. október 2014 08:06 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Giggs finnur til með Raheem Sterling Ryan Giggs segist auðveldlega geta sett sig í spor Liverpool-mannsins Raheem Sterling sem hefur kvartað yfir þreytu vegna mikils álags. Sterling byrjaði á bekknum hjá enska landsliðinu á móti Eistlandi í vikunni. 15. október 2014 18:15
Hodgson: Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að Liverpool þurfi ekkert að óttast um að Raheem Sterling muni meiðast í komandi leikjum með enska landsliðinu. 11. október 2014 12:45
Langþráður sigur hjá Liverpool Liverpool lagði WBA 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli í dag. Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik. 4. október 2014 00:01
Lineker vill sjá ungu stjörnurnar á EM 2015 Gary Lineker, stjórnandi Match of the Day á BBC og fyrrverandi landsliðsframherji Englands, vill sjá England tefla fram eins sterku liði og mögulegt er á EM U-21 árs landsliða sem fer fram í Tékklandi á næsta ári. 17. október 2014 08:06