Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 16. október 2014 14:47 Svona gæti endurbættur Laugardalsvöllur litið út. Vísir/bj.snæ arkitektar Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, eiganda Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að draumur sambandsins væri 15 þúsund manna yfirbyggður völlur án hlaupabrautar með öðrum rekstri. Geir sagði jafnframt að til þess að þetta gæti orðið að veruleika yrðu einkafjárfestar að koma að verkefninu. Helgi segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að draga fjársterka aðila að þessari framkvæmd en menn verði að hafa í huga að fjárfestar vilji fá peninginn sinn til baka.Helgi S. Gunnarsson.Vísir/GVA„Það hefur tekið tíu ár að byggja upp rekstur Egilshallarinnar þannig að hann sé viðunandi og það hefur ekki gengið nema af því að þar innandyra eru fyrirtæki sem geta borgað háa leigu og síðan greiðir Reykjavíkurborg leigu fyrir afnot af knattspyrnuhúsinu í höllinni sem og gervigrasvöllum fyrir utan höllina,“ segir Helgi. Aðspurður segir Helgi að endurbætur KSÍ séu marga milljarða framkvæmd og að það geti tekið mörg ár að koma slíkri framkvæmd í gegn. „Aðalatriðið er þetta. Þeir fjárfestar sem komið gætu að þessu verkefni vilja fá peningana sína til baka. Rekstrargrundvöllur verkefnsins stendur og fellur með tryggum leigugreiðslum frá ríki og borg og síðan hversu sterk fyrirtæki verða staðsett í byggingunni, fyrirtæki með mikla veltu og eru traustir leigutakar,“ segir Helgi. Ljóst er að ekki verður auðvelt að fá ríki eða borg til að leggja mikla peninga í verkefnið. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, sagði í samtali við Vísi í morgun að þar á bæ biðu menn eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Illugi hefur sjálfur ekki svarað símtölum í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, eiganda Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að draumur sambandsins væri 15 þúsund manna yfirbyggður völlur án hlaupabrautar með öðrum rekstri. Geir sagði jafnframt að til þess að þetta gæti orðið að veruleika yrðu einkafjárfestar að koma að verkefninu. Helgi segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að draga fjársterka aðila að þessari framkvæmd en menn verði að hafa í huga að fjárfestar vilji fá peninginn sinn til baka.Helgi S. Gunnarsson.Vísir/GVA„Það hefur tekið tíu ár að byggja upp rekstur Egilshallarinnar þannig að hann sé viðunandi og það hefur ekki gengið nema af því að þar innandyra eru fyrirtæki sem geta borgað háa leigu og síðan greiðir Reykjavíkurborg leigu fyrir afnot af knattspyrnuhúsinu í höllinni sem og gervigrasvöllum fyrir utan höllina,“ segir Helgi. Aðspurður segir Helgi að endurbætur KSÍ séu marga milljarða framkvæmd og að það geti tekið mörg ár að koma slíkri framkvæmd í gegn. „Aðalatriðið er þetta. Þeir fjárfestar sem komið gætu að þessu verkefni vilja fá peningana sína til baka. Rekstrargrundvöllur verkefnsins stendur og fellur með tryggum leigugreiðslum frá ríki og borg og síðan hversu sterk fyrirtæki verða staðsett í byggingunni, fyrirtæki með mikla veltu og eru traustir leigutakar,“ segir Helgi. Ljóst er að ekki verður auðvelt að fá ríki eða borg til að leggja mikla peninga í verkefnið. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, sagði í samtali við Vísi í morgun að þar á bæ biðu menn eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Illugi hefur sjálfur ekki svarað símtölum í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30