Gasmengun berst líklega til höfuðborgarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2014 11:37 Í gærkvöldi mældust há mengunargildi á Kirkjubæjarklaustri, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði auk Norðurlands. Gasmengun frá Holuhrauni hefur verið umtalsverð víða á landinu undanfarna daga. Í gærkvöldi mældust há mengunargildi á Kirkjubæjarklaustri, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði auk Norðurlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Búast má við svipuðu ástandi í dag. Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) eru á 22 nettengdum mælistöðvum víða um land og má nálgast upplýsingar um styrk SO2 hér, auk þess eru 24 mælar sem eru ekki nettengdir og því ekki hægt að streyma mæligögnum samstundis á vefinn. Þeir mælar eru vaktaðir og þegar gildin gefa til kynna hækkandi SO2 styrk er almenningi tilkynnt um það. Í gærkvöldi komu slík boð frá Ísafirði og voru SMS boð send í farsíma á Ísafirði og nágrenni um varnir og viðbrögð vegna mengunarinnar, auk þess sem upplýsingar voru settar á vef almannavarna. Það er Umhverfisstofnum sem fylgist með styrk SO2 á landinu og er fólk hvatt til að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis, Umhverfisstofnunar og almannavarna um áhrif SO2 á heilsufar og viðbrögð. Einstaklingar sem telja sig finna fyrir óþægindum af völdum SO2 mengunar eru hvattir til að hafa samband við heilsugæsluna. Á vef almannarna um eldgosið er hægt að nálgast upplýsingar um loftgæði og annað varðandi upplýsingar um loftgæði.Samkvæmt Veðurstofu Íslands er líklegt að gasmengun geti í dag og á morgun borist frá eldgosinu í Holuhrauni til höfuðborgarinnar og er möguleiki á að mengunar verði vart um tíma. Mikil gosmengun var síðastliðna nótt í Grafarvogi. Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð í Grafarvogi var klukkan 10:00 um 467 míkrógrömm á rúmmetra en í nótt fór styrkurinn hæst upp í 3394 míkrógröm á rúmmetra. Líklegt að gildi geti orðið há þar og annars staðar í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlitið vísar í töflu á heimasíðu Almannavarna , en þar kemur fram að ef styrkur fer yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra. Fólki sem er viðkvæmt í lungum er ráðlagt að fylgjast sérstaklega vel með. Bárðarbunga Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Gasmengun frá Holuhrauni hefur verið umtalsverð víða á landinu undanfarna daga. Í gærkvöldi mældust há mengunargildi á Kirkjubæjarklaustri, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði auk Norðurlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Búast má við svipuðu ástandi í dag. Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) eru á 22 nettengdum mælistöðvum víða um land og má nálgast upplýsingar um styrk SO2 hér, auk þess eru 24 mælar sem eru ekki nettengdir og því ekki hægt að streyma mæligögnum samstundis á vefinn. Þeir mælar eru vaktaðir og þegar gildin gefa til kynna hækkandi SO2 styrk er almenningi tilkynnt um það. Í gærkvöldi komu slík boð frá Ísafirði og voru SMS boð send í farsíma á Ísafirði og nágrenni um varnir og viðbrögð vegna mengunarinnar, auk þess sem upplýsingar voru settar á vef almannavarna. Það er Umhverfisstofnum sem fylgist með styrk SO2 á landinu og er fólk hvatt til að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis, Umhverfisstofnunar og almannavarna um áhrif SO2 á heilsufar og viðbrögð. Einstaklingar sem telja sig finna fyrir óþægindum af völdum SO2 mengunar eru hvattir til að hafa samband við heilsugæsluna. Á vef almannarna um eldgosið er hægt að nálgast upplýsingar um loftgæði og annað varðandi upplýsingar um loftgæði.Samkvæmt Veðurstofu Íslands er líklegt að gasmengun geti í dag og á morgun borist frá eldgosinu í Holuhrauni til höfuðborgarinnar og er möguleiki á að mengunar verði vart um tíma. Mikil gosmengun var síðastliðna nótt í Grafarvogi. Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð í Grafarvogi var klukkan 10:00 um 467 míkrógrömm á rúmmetra en í nótt fór styrkurinn hæst upp í 3394 míkrógröm á rúmmetra. Líklegt að gildi geti orðið há þar og annars staðar í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlitið vísar í töflu á heimasíðu Almannavarna , en þar kemur fram að ef styrkur fer yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra. Fólki sem er viðkvæmt í lungum er ráðlagt að fylgjast sérstaklega vel með.
Bárðarbunga Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira