Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård komust auðveldlega áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.
Rosengård vann rússneska liðið Ryazan-VDV, 2-0, á heimavelli í sínum í kvöld, en fyrri leikinn vann sænska liðið, 3-1, og einvígið samanlagt, 5-1.
Sara Björk lagði upp fyrra mark leiksins fyrir hina þýsku ÖnjuMittag á 20. mínútu, og brasilíska ofurstjarnan Marta lagði upp það síðara, aftur fyrir Mittag, fimmtán mínútum síðar.
Rosengård er nú þegar orðið sænskur meistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum, en það gerir sér nú vonir um að komast mjög langt í Meistaradeildinni.
Sara og Marta lögðu upp mörkin er Rosengård fór örugglega áfram
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni
Fótbolti

Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn
