Ísland fyrirheitna land múslima Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 11:26 Drangarnir suður á söndum er sem Allah sjálfur hafi skrifað nafn sitt í náttúru Íslands, segir Sverrir Agnarsson. Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í tónlistarmyndbandi sem sjónvarpsstöðin Dawah Channel framleiðir og er kynnt sem frá Hermönnum Allah (Soldiers of Allah), og er augljóslega ekki gert af vanefnum, er að finna löng myndskeið þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. Markmið Dawah Channel er að boða trú á Allah um heim allan í gegnum fjölmiðla og netið og eru starfsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar víða um heim. Engin þó á Íslandi, enn sem komið er, þó kvikmyndatökumenn á vegum stöðvarinnar leiti hingað eftir myndefni.Sverrir Agnarsson er formaður félags múslima á Íslandi og Vísir spurði hann einfaldlega hvernig á því standi að í þessu myndbandi, sem yfir milljón manns hefur skoðað á YouTube, sé að finna svo mörg myndskeið frá Íslandi? „Jahhh, Kóraninn hvetur fólk til að líta í kringum sig og íhuga sköpunarverk Allah, og skoða tákn náttúrunnar. Ísland er gósenland í þeim efnum, fallegra náttúrumynda og drangarnir suður af Vík í Mýrdal myndar samstöfunina Allah ef horft er frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir eru eins og arabísk skrift, eins og nafnið Allah er skrifað,“ segir Sverrir. Hann þekki þetta myndband ekki né tilurð þess en telur nánast öruggt að sjónvarpsstöðin hafi sent hingað kvikmyndatökulið, sérstaklega til að taka myndir af íslenskri náttúru. Sverrir telur víst að þarna séu ekki öfgamenn á ferð, þó Hermenn Allah sé vissulega herskátt nafn. Öfgamenn myndu ekki nota tónlist til að boða trú sína. „Þetta er sálmasöngur og á sér kannski samsvörun í „Áfram kristmenn, krossmenn“ – nema bara friðsælla og fallegra.“En, með yfirfærðri túlkun; sé litið til þessa myndbands og táknmáls Allah sem finna má í náttúru Íslands, má þá segja að Ísland sé fyrirheitna landið í hugum múslima? „Fyrir mér er Ísland fyrirheitna landið,“ segir Sverrir.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira