Íslendingar meðvitaðir um eigin heilsu 15. október 2014 11:00 visir/skjaskot Hingað til lands er kominn einn helsti sérfræðingur heims í hráfæði sem og frumkvöðull í næringafræði. David “Avocado” Wolf er alinn upp í New Jersey í Bandaríkjunum af tveimur læknum . Sem ungur maður heillaðist hann af heildrænni nálgun á heilsu og heilbrigði eftir að hann sigraðist á miklu ofnæmi með breyttu mataræði. Við þetta ákvað hann að leggja næringafræðina fyrir sig og hefur síðan þá kennt við fjölda háskóla og frætt fólk um það hvernig það getur umbreytt sinni heilsu með mataræðinu einu saman. Þetta er í sjötta skiptið sem að David kemur hingað til lands og heillast sífellt meira af landi og þjóð við hverja heimsókn. ,,Ég elska náttúru Íslands, hún er svo ótamin og einstök. Íslendingar eru líka svo frábærir, mér finnst þeir meðvitaðari um eigin heilsu en aðrar þjóðir sem að ég hef kynnst,” segir David. Á fimmtudaginn næstkomandi, 16.október, kemur David til með að halda fyrirlestur á Grand Hótel um betri heilsu frá ýmsum sjónarhornum ásamt helstu sérfræðingum þjóðarinnar á þessu sviði. ,,Á fyrirlestrinum kem ég til með að fræða fólk um ofurfæðu og heildræna nálgun að heilsu bæði barna og fullorðinna, hvernig við getum lengt lífslíkur okkar og haldið í unglegt og ferskt útlit,” segir David um leið og hann hvetur fólk til þess að koma, fyllast innblæstri og fá nýjar hugmyndir. Allar upplýsingar um fyrirlesturinn má finna hér. Heilsa Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið
Hingað til lands er kominn einn helsti sérfræðingur heims í hráfæði sem og frumkvöðull í næringafræði. David “Avocado” Wolf er alinn upp í New Jersey í Bandaríkjunum af tveimur læknum . Sem ungur maður heillaðist hann af heildrænni nálgun á heilsu og heilbrigði eftir að hann sigraðist á miklu ofnæmi með breyttu mataræði. Við þetta ákvað hann að leggja næringafræðina fyrir sig og hefur síðan þá kennt við fjölda háskóla og frætt fólk um það hvernig það getur umbreytt sinni heilsu með mataræðinu einu saman. Þetta er í sjötta skiptið sem að David kemur hingað til lands og heillast sífellt meira af landi og þjóð við hverja heimsókn. ,,Ég elska náttúru Íslands, hún er svo ótamin og einstök. Íslendingar eru líka svo frábærir, mér finnst þeir meðvitaðari um eigin heilsu en aðrar þjóðir sem að ég hef kynnst,” segir David. Á fimmtudaginn næstkomandi, 16.október, kemur David til með að halda fyrirlestur á Grand Hótel um betri heilsu frá ýmsum sjónarhornum ásamt helstu sérfræðingum þjóðarinnar á þessu sviði. ,,Á fyrirlestrinum kem ég til með að fræða fólk um ofurfæðu og heildræna nálgun að heilsu bæði barna og fullorðinna, hvernig við getum lengt lífslíkur okkar og haldið í unglegt og ferskt útlit,” segir David um leið og hann hvetur fólk til þess að koma, fyllast innblæstri og fá nýjar hugmyndir. Allar upplýsingar um fyrirlesturinn má finna hér.
Heilsa Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið