Fótbolti

Eldfjalla-Gylfi gaus | Mynd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi fagnar fyrra marki sínu í gærkvöldi.
Gylfi fagnar fyrra marki sínu í gærkvöldi. Vísir/Valli
Sigur Íslands á Hollandi í gærkvöldi vakti mikla athygli, enda um óvænt úrslit að ræða.

Íslendingar byrjuðu leikinn af krafti og Gylfi Þór Sigurðsson náði forystunni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason náði í. Gylfi var ekki hættur því hann bætti við marki á 42. mínútu með skoti úr vítateignum.

Hollenskir fjölmiðlar fara ófögrum orðum um landsliðið í dag og mikið er rætt og ritað um framtíð Guus Hiddink, þjálfara liðsins.

Úrslit gærkvöldsins fóru ekki framhjá skopmyndateiknaranum Omar Momani, en skopmyndir hans hafa m.a. birst á vefmiðlinum Goal.com.

Momani hefur nú gert sigri Íslands á Hollandi í gær skil í skopmynd eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Gylfi: Meiri fagmennska hjá KSÍ

Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður með þær breytingar sem hafa orðið á íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu

"Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Bronsliði HM pakkað saman í kuldanum

Ísland vann eitt sitt stærsta afrek frá upphafi er liðið vann stórbrotinn 2-0 sigur á ógnarsterku liði Hollands á Laugardalsvelli í gær.

„Gylfi er í heimsklassa“

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sagði íslenska miðjumanninn einn þann besta sem hann hafi séð.

Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni

Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun.

Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía

Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur.

Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða

Ísland hefur aldrei byrjað betur í undankeppni stórmóts. Það varð ljóst eftir glæstan 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga í gær. Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Hannes: Þetta eru náttúrulega frægir karlar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ósigraður það sem af er undankeppni EM en hann hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum íslenska liðsins og er fyrsti íslenski markvörðurinn sem nær því.

Gylfi í hoppæfingum á Hilton

Þorgrímur Þráinsson segir að útlitið með Gylfa Þór Sigurðsson fyrir leikinn í kvöld sé gott.

Óbreytt byrjunarlið hjá Íslandi

Lars og Heimir stilla upp sama liðinu þriðja leikinn í röð þegar Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Leitað að besta stuðningsmanni Íslands

Ísland mætir Hollandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli í kvöld. Tæplega tíu þúsund eldhressir áhorfendur verða á vellinum. En hver er sá hressasti?

De Boer: Hiddink er búinn á því

Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands.

Van Persie stendur með Hiddink

Þrátt fyrir þrjú töp í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Guus Hiddink hefur Robin van Persie, landsliðsfyrirliði Hollands, trú á þjálfaranum reynda.

Birkir Bjarna: Var Robben að spila?

Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Pínlegt og til skammar

Hollenskir fjölmiðlar brugðust illa við tapinu á Íslandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×