Þessum bílum má aka lengst Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2014 11:24 Subaru Impreza má aka von úr viti samkvæmt könnun Mojo Motors. Mojo Motors í Bandaríkjunum hefur gert viðamikla könnun á því hvaða bílar ná hæstri kílómetratölu en eru samt söluvara á bílasölum landsins. Mojo kannaði eina 300.000 bíla af árgerðum 2002 til 2012 og komst að því hvaða bílar standa sig best. Kannaðir voru bílar í flokkunum smáir fólksbílar, miðstærðar fólksbílar, stórir fólksbílar, minni jeppar, stærri jeppar, pallbílar og fjölnotabílar. Í flokki smærri fólksbíla voru það bílarnir Subaru Impreza, Honda Civic, Toyota Corolla, Kia Rio og Hyundai Accent sem hægt er að aka mest. Allir eru þessir bílar frá Asíu og 4 þeirra frá Japan. Í flokki miðstærðar fólksbíla eru það Acura TL sem framleiddur er af Honda fyrir Bandaríkjamarkað, Volkswagen Passat, Honda Accord, Nissan Altima, Toyota Camry og Subaru Legacy sem standa sig best. Aftur eru það japanskir bílar sem nær einoka listann, en þó einn þýskur. Í flokki stærri fólksbíla trónuðu Ford Crown Victoria, Lincoln Town Car, Toyota Avalon, Chevrolet Impala og Chrysler 300 á toppnum. Það er líklega skorturinn á stærri bílum frá Japan sem kemur í veg fyrir að bílar þaðan eru ekki í efstu sætunum, en bandarískir framleiðendur smíða mýmarga bíla í þessum flokki. Í flokki minni jeppa toppuðu Volvo XC90, Hyundai Santa Fe, Toyota Highlander, Honda Pilot og Honda CR-V. Aftur einoka japanskir framleiðendur listann en einn sænskur finnst þó þar, enda eini sænski jeppinn sem seldur er þar vestra. Í flokki stærri jeppa voru efstir Chevrolet Suburban/Tahoe, Ford Expedition og Toyota Sequoia. Í flokki pallbíla er mest hægt að aka bílunum Ford F-250, Chevrolet Silverado 2500/GMC Sierra 2500, Dodge RAM 2500 og Ford F-150. Í þessum tveimur flokkum eru svo til eingöngu bandarískir bílar til sölu. Í flokki fjölnotabíla tróna hæst Dodge Grand Caravan / Chrysler Town & Country, Honda Odyssey, Kia Sedona og Toyota Sienna. Enn og aftur eru það japanskir og kóreskir bílar sem standa sig best. Þessi könnun sýnir berlega hversu vönduð smíð kemur frá bílasmiðum í Japan og er nánast rassskelling fyrir bandaríska bílaframleiðendur. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður
Mojo Motors í Bandaríkjunum hefur gert viðamikla könnun á því hvaða bílar ná hæstri kílómetratölu en eru samt söluvara á bílasölum landsins. Mojo kannaði eina 300.000 bíla af árgerðum 2002 til 2012 og komst að því hvaða bílar standa sig best. Kannaðir voru bílar í flokkunum smáir fólksbílar, miðstærðar fólksbílar, stórir fólksbílar, minni jeppar, stærri jeppar, pallbílar og fjölnotabílar. Í flokki smærri fólksbíla voru það bílarnir Subaru Impreza, Honda Civic, Toyota Corolla, Kia Rio og Hyundai Accent sem hægt er að aka mest. Allir eru þessir bílar frá Asíu og 4 þeirra frá Japan. Í flokki miðstærðar fólksbíla eru það Acura TL sem framleiddur er af Honda fyrir Bandaríkjamarkað, Volkswagen Passat, Honda Accord, Nissan Altima, Toyota Camry og Subaru Legacy sem standa sig best. Aftur eru það japanskir bílar sem nær einoka listann, en þó einn þýskur. Í flokki stærri fólksbíla trónuðu Ford Crown Victoria, Lincoln Town Car, Toyota Avalon, Chevrolet Impala og Chrysler 300 á toppnum. Það er líklega skorturinn á stærri bílum frá Japan sem kemur í veg fyrir að bílar þaðan eru ekki í efstu sætunum, en bandarískir framleiðendur smíða mýmarga bíla í þessum flokki. Í flokki minni jeppa toppuðu Volvo XC90, Hyundai Santa Fe, Toyota Highlander, Honda Pilot og Honda CR-V. Aftur einoka japanskir framleiðendur listann en einn sænskur finnst þó þar, enda eini sænski jeppinn sem seldur er þar vestra. Í flokki stærri jeppa voru efstir Chevrolet Suburban/Tahoe, Ford Expedition og Toyota Sequoia. Í flokki pallbíla er mest hægt að aka bílunum Ford F-250, Chevrolet Silverado 2500/GMC Sierra 2500, Dodge RAM 2500 og Ford F-150. Í þessum tveimur flokkum eru svo til eingöngu bandarískir bílar til sölu. Í flokki fjölnotabíla tróna hæst Dodge Grand Caravan / Chrysler Town & Country, Honda Odyssey, Kia Sedona og Toyota Sienna. Enn og aftur eru það japanskir og kóreskir bílar sem standa sig best. Þessi könnun sýnir berlega hversu vönduð smíð kemur frá bílasmiðum í Japan og er nánast rassskelling fyrir bandaríska bílaframleiðendur.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður