Pínlegt og til skammar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2014 11:00 Stuðningsmenn Hollands á leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46
De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59
Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51