Fótbolti

Mark Gylfa eyðilagði fullkomna upptöku fréttamanns RÚV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Þorsteinsson einbeittur á svip.
Einar Þorsteinsson einbeittur á svip. Mynd/Skjáskot af RÚV
Fréttamaðurinn Einar Þorsteinsson var að taka upp grafalvarlega frétt fyrir fréttastofu RÚV þegar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 2-0 gegn Hollandi í kvöld.

Upptökur á standup-i hjá fréttamönnum geta tekið nokkrar tilraunir. Hér virtist allt ætla að ganga að óskum hjá Einari þegar að kollegar hans hjá RÚV misstu sig yfir marki Gylfa.

Á Fésbókarsíðu RÚV er fréttakonunni Láru Ómarsdóttur kennt um fagnaðarlætin en þó er greinilegt að fleiri koma við sögu. Eðlilegt, enda yndisleg stund þegar Gylfi kom okkar mönnum í 2-0.

Uppákomuna skoplegu má sjá í myndbandinu að neðan.


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu

"Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

„Gylfi er í heimsklassa“

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sagði íslenska miðjumanninn einn þann besta sem hann hafi séð.

Birkir Bjarna: Var Robben að spila?

Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×