Reiður rússneskur ökumaður Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 16:13 Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent