Koltrefjar munu lækka um 90% Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 12:40 BMW i8 er að mestu smíðaður úr koltrefjum. Autoblog „Við munum sjá miklu meira af koltrefjum í bílum á næstunni og okkur hefur tekist að lækka verð þeirra um helming“, segir Klaus Drechsler einn þróunarstjóra BMW. BMW smíðar til dæmis i8 tvinnbílinn nær eingöngu úr koltrefjum. BMW hefur ásamt Audi staðið fyrir aukinni og breyttri framleiðslu á koltrefjum í bíla og hefur lagt 200 milljónir dollara í það þróunarstarf, eða ríflega 24 milljarða króna. Við það hefur framleiðsla koltrefja þrefaldast hjá fyrirtækjunum og er nú komin í 9.000 tonn á ári. Koltrefjar geta kostað 20 sinnum meira en stál, sem kostar ekki nema um 1 dollar kílóið og það bil þarf að minnka. Því eru bílar sem smíðaðir eru að mestu úr koltrefjum enn miklu dýrari en úr stáli, en BMW og Audi ætla að minnka bilið. Bæði fyrirtækin hafa aukið notkun sína á áli til að minnka vigt þeirra, en koltrefjar eru 30% léttari og mun sterkara efni og því þarf minna af því. Því er eftir miklu að slægjast. Búið er að fjármagna verkefnið um aukna framleiðslu og lækkun kostnaðar á koltrefjum til ársins 2017 og eftir það má búast við stóraukinni notkun efnisins í bílaframleiðslu. Stefna BMW og Audi er að nota koltrefjar í framleiðslu á venjulegum bílum og til þess er leikurinn gerður, ekki bara fyrir rándýra sportbíla. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
„Við munum sjá miklu meira af koltrefjum í bílum á næstunni og okkur hefur tekist að lækka verð þeirra um helming“, segir Klaus Drechsler einn þróunarstjóra BMW. BMW smíðar til dæmis i8 tvinnbílinn nær eingöngu úr koltrefjum. BMW hefur ásamt Audi staðið fyrir aukinni og breyttri framleiðslu á koltrefjum í bíla og hefur lagt 200 milljónir dollara í það þróunarstarf, eða ríflega 24 milljarða króna. Við það hefur framleiðsla koltrefja þrefaldast hjá fyrirtækjunum og er nú komin í 9.000 tonn á ári. Koltrefjar geta kostað 20 sinnum meira en stál, sem kostar ekki nema um 1 dollar kílóið og það bil þarf að minnka. Því eru bílar sem smíðaðir eru að mestu úr koltrefjum enn miklu dýrari en úr stáli, en BMW og Audi ætla að minnka bilið. Bæði fyrirtækin hafa aukið notkun sína á áli til að minnka vigt þeirra, en koltrefjar eru 30% léttari og mun sterkara efni og því þarf minna af því. Því er eftir miklu að slægjast. Búið er að fjármagna verkefnið um aukna framleiðslu og lækkun kostnaðar á koltrefjum til ársins 2017 og eftir það má búast við stóraukinni notkun efnisins í bílaframleiðslu. Stefna BMW og Audi er að nota koltrefjar í framleiðslu á venjulegum bílum og til þess er leikurinn gerður, ekki bara fyrir rándýra sportbíla.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent