Lewandowski: Skotar okkar helsti keppninautur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2014 16:30 Lewandowski gekk til liðs við Bayern München frá Borussia Dortmund í sumar. Vísir/Getty Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur varað landa sína við ofmati eftir 2-0 sigur Póllands á Þýskalandi á sunnudaginn í D-riðli undankeppni EM 2016. Þetta var fyrsti sigur Póllands á Þýskalandi í 19 tilraunum, en Aradiusz Milik og Sebastian Mila skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Stadion Narodowy í Varsjá. Pólverjar taka á móti Skotum í sínum þriðja leik í riðlinum á morgun. Lewandowski, sem leikur með Bayern München, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur. „Við unnum sögulegan sigur gegn Þýskalandi, en við fengum bara þrjú stig. Ef við töpum á móti Skotlandi fáum við aðeins þrjú stig út úr tveimur leikjum sem er ekki nógu mikið,“ sagði markahrókurinn. „Það er ekkert leyndarmál að Þýskaland mun vinna riðilinn auðveldlega, en Skotar eru okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum. Þess vegna er mikilvægt að vinna leikinn á morgun.“Zbigniew Boniek, forseti pólska knattspyrnusambandsins og fyrrverandi leikmaður, tók undir með Lewandowski. „Það voru nokkrir einstaklingar sem stóðu sig frábærlega gegn Þýskalandi og hinir leikmennirnir börðust hetjulega fyrir stigunum. En nú er komið að Skotaleiknum. Leyfum stuðningsmönnunum að njóta sigursins á laugardaginn, en leikmennirnir hafa ekki tíma fyrir það,“ sagði Boniek, sem skoraði 24 mörk í 80 landsleikjum, og bætti við: „Við megum ekki halda að við séum orðnir frábærir, því við erum það ekki. Við verðum að vera auðmjúkir og einbeita okkur að leiknum erfiða gegn Skotlandi.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur varað landa sína við ofmati eftir 2-0 sigur Póllands á Þýskalandi á sunnudaginn í D-riðli undankeppni EM 2016. Þetta var fyrsti sigur Póllands á Þýskalandi í 19 tilraunum, en Aradiusz Milik og Sebastian Mila skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Stadion Narodowy í Varsjá. Pólverjar taka á móti Skotum í sínum þriðja leik í riðlinum á morgun. Lewandowski, sem leikur með Bayern München, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur. „Við unnum sögulegan sigur gegn Þýskalandi, en við fengum bara þrjú stig. Ef við töpum á móti Skotlandi fáum við aðeins þrjú stig út úr tveimur leikjum sem er ekki nógu mikið,“ sagði markahrókurinn. „Það er ekkert leyndarmál að Þýskaland mun vinna riðilinn auðveldlega, en Skotar eru okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum. Þess vegna er mikilvægt að vinna leikinn á morgun.“Zbigniew Boniek, forseti pólska knattspyrnusambandsins og fyrrverandi leikmaður, tók undir með Lewandowski. „Það voru nokkrir einstaklingar sem stóðu sig frábærlega gegn Þýskalandi og hinir leikmennirnir börðust hetjulega fyrir stigunum. En nú er komið að Skotaleiknum. Leyfum stuðningsmönnunum að njóta sigursins á laugardaginn, en leikmennirnir hafa ekki tíma fyrir það,“ sagði Boniek, sem skoraði 24 mörk í 80 landsleikjum, og bætti við: „Við megum ekki halda að við séum orðnir frábærir, því við erum það ekki. Við verðum að vera auðmjúkir og einbeita okkur að leiknum erfiða gegn Skotlandi.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38