Í byrjun ágúst gaf félagið út að Segerström væri með æxli í heila. Hann hefur nú lotið í lægra haldi fyrir þeim vágesti sem krabbameinið er.
Segerström hóf ferilinn með Brommapojkarna og lék með liðinu til ársins 2004, þegar hann fór til OB í Danmörku. Segerström, sem var varnarmaður, lék með Landskrona 2005-2006 og Stabæk í Noregi 2007-2009, en hann varð norskur meistari með liðinu 2008, en Veigar Páll Gunnarsson var lykilmaður í liði Stabæk á þeim tíma.
Segerström sneri aftur til Brommapojkarna 2010 og lék með liðinu til dauðadags. Hann lék 14 deildarleiki og skoraði eitt mark fyrir Brommapojkarna í ár, en Segerström lék sinn síðasta leik 31. júlí, gegn Torino í forkeppni Evrópudeildarinnar.
BP har drabbats av en oerhörd förlust. Lagkapten Pontus Segerström avled natten till måndagen. http://t.co/mbBNWIW0mg
— IF Brommapojkarna (@IFBP) October 13, 2014
Vila i frid Pontus #fuckcancer
— Kristinn Steindórs. (@kiddistein) October 13, 2014
Vi er alle i dyp sorg over at Pontus Segerström har gått bort. Våre tanker går til hans familie og alle de som opplever denne dype sorgen.
— Stabæk Fotball (@Stabaek) October 13, 2014