Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 34-22 | Eyjamenn völtuðu yfir HK-inga Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 13. október 2014 09:12 Theodór Sigurbjörnsson og Andri Heimir Friðriksson, leikmenn ÍBV, fagna marki. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan. Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan.
Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira