Suður afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætir enn á ný fyrir rétt í dag en hann var á dögunum sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi þegar hann skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra.
Nú mun dómarinn ákvarða refsingu Pistoriusar en búist er við því að sá ferill gæti tekið nokkra daga í réttarsalnum. Hann á yfir höfði sér allt að fimmtán árra fangelsisdóm en dómarinn gæti einnig dæmt hann í skilorðsbundið fangelsi.
Refsing ákveðin í máli Pistoriusar
